Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 12

Hvað hjálpar þér að halda áfram að kynna þér Biblíuna?

Hvað hjálpar þér að halda áfram að kynna þér Biblíuna?

Að rannsaka Biblíuna má líkja við skemmtilegt og fræðandi ferðalag. En það er ekki alltaf auðvelt. Stundum veltirðu kannski fyrir þér hvort þú getir haldið áfram að kynna þér Biblíuna. Hvers vegna er þess virði að leggja eitthvað á sig til að halda áfram? Hvað getur hjálpað þér að halda út þrátt fyrir erfiðleika?

1. Hvers vegna er verðmætt að kynna sér Biblíuna?

„Orð Guðs er lifandi og kraftmikið.“ (Hebreabréfið 4:12) Biblían er verðmæt vegna þess að í henni geturðu séð hvernig Guð hugsar og hvaða tilfinningar hann ber til þín. Hún hjálpar þér ekki aðeins að afla þér þekkingar heldur gefur þér einnig sanna visku og von. En það sem skiptir mestu máli er að hún hjálpar þér að eignast vináttu við Jehóva. Þegar þú kynnir þér Biblíuna leyfirðu kraftinum í henni að hafa jákvæð áhrif á líf þitt.

2. Hvers vegna er mikilvægt að skilja hve verðmætur sannleikurinn í Biblíunni er?

Sannleikurinn í Biblíunni er eins og verðmætur fjársjóður. Þess vegna hvetur Biblían: „Kauptu sannleika og seldu hann aldrei.“ (Orðskviðirnir 23:23) Ef við höfum í huga hve verðmætur sannleikur Biblíunnar er leggjum við hart að okkur til að halda áfram að kynna okkur Biblíuna, jafnvel þegar við mætum hindrunum. – Lestu Orðskviðina 2:4, 5.

3. Hvernig getur Jehóva hjálpað þér að halda biblíunáminu áfram?

Jehóva er alvaldur skapari og vinur þinn, og hann vill hjálpa þér að kynnast sér. Hann gefur þér „bæði löngun og kraft til að gera það sem gleður hann“. (Lestu Filippíbréfið 2:13.) Hann getur þess vegna hjálpað þér þegar þig skortir löngun til að rannsaka Biblíuna eða fara eftir því sem þú lærir. Og ef þig vantar kraft til að yfirstíga hindranir eða standast andstöðu getur Jehóva gefið þér hann. Biddu Jehóva reglulega að hjálpa þér að halda áfram að kynna þér Biblíuna. – 1. Þessaloníkubréf 5:17.

KAFAÐU DÝPRA

Skoðaðu hvernig þú getur haldið áfram að kynna þér Biblíuna þó að þú hafir mikið að gera eða mætir andstöðu frá öðrum. Hugleiddu síðan hvernig Jehóva hjálpar þér að gefast ekki upp.

4. Láttu biblíunámið hafa forgang

Stundum erum við svo upptekin að við virðumst ekki hafa tíma til að rannsaka Biblíuna. Hvað getur þá hjálpað? Lesið Filippíbréfið 1:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað finnst þér vera mikilvægt?

  • Hvernig geturðu látið biblíunám þitt hafa forgang?

  1. Ef þú setur sandinn í fötuna og reynir síðan að bæta steinunum við komast þeir ekki allir fyrir.

  2. Ef þú setur steinana fyrst í fötuna er pláss fyrir mestallan sandinn. Eins er ef þú lætur ‚það sem er mikilvægt‘ hafa forgang í lífinu. Þá geturðu sinnt því en hefur líka tíma fyrir ýmislegt annað.

Að rannsaka Biblíuna fullnægir andlegri þörf okkar – þörfinni á að þekkja og tilbiðja Guð. Lesið Matteus 5:3 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig er það okkur til góðs að láta biblíunám hafa forgang?

5. Haltu út þegar þú verður fyrir andstöðu

Stundum geta aðrir reynt að fá þig til að hætta að kynna þér Biblíuna. Skoðum reynslu Francescos. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig brugðust fjölskylda og vinir Francescos við þegar hann sagði þeim hvað hann væri að kynna sér?

  • Hvernig var honum umbunað fyrir að gefast ekki upp?

Lesið 2. Tímóteusarbréf 2:24, 25 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað finnst fjölskyldu þinni og vinum um það sem þú ert að læra?

  • Hvernig ættir þú að bregðast við samkvæmt þessum versum þegar einhver er óánægður með að þú sért að kynna þér Biblíuna? Hvers vegna?

6. Reiddu þig á hjálp Jehóva

Því nánari sem við verðum Jehóva því meira langar okkur að þóknast honum. En okkur getur samt fundist erfitt að gera breytingar í samræmi við meginreglur hans. Gefstu ekki upp þó að þér líði þannig. Jehóva hjálpar þér. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvaða breytingar gerði Jim til að þóknast Jehóva?

  • Hvað snerti þig við reynslu hans?

Lesið Hebreabréfið 11:6 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað gerir Jehóva fyrir þá sem „leita hans í einlægni“, það er að segja þá sem leggja sig fram um að kynnast honum og þóknast?

  • Hvað finnst Jehóva samkvæmt þessu versi um það sem þú leggur á þig til að kynna þér Biblíuna?

EINHVER GÆTI SPURT: „Af hverju ertu að kynna þér Biblíuna?“

  • Hvernig myndirðu svara því?

SAMANTEKT

Þú getur eignast von um bjarta framtíð með því að rannsaka Biblíuna, þó að það sé ekki alltaf auðvelt. Haltu áfram að reiða þig á Jehóva og þá mun hann umbuna þér.

Upprifjun

  • Hvers vegna finnst þér sannleikur Biblíunnar verðmætur?

  • Hvernig geturðu sýnt að þú telur nám í Biblíunni mikilvægt?

  • Hvers vegna ættirðu að biðja Jehóva að hjálpa þér að halda áfram að kynna þér Biblíuna?

Markmið

KANNAÐU

Lestu um fjögur úrræði sem hafa hjálpað mörgum að nota tíma sinn skynsamlega.

„Að nota tímann skynsamlega“ (Grein úr Vaknið!)

Taktu eftir hvernig Jehóva hjálpaði konu. Hún lagði sig fram um að þóknast Jehóva en maðurinn hennar hafði ekki skilning á því.

Jehóva hjálpar okkur að bera byrði okkar (5:05)

Sjáðu dæmi um mann sem naut góðs af þrautseigju konunnar sinnar.

Ég leiddi sannleikann fyrir rétt (6:30)

Vottar Jehóva eru stundum sakaðir um að sundra fjölskyldum. Er það rétt?

„Sundra Vottar Jehóva fjölskyldum eða byggja þeir þær upp?“ (Vefgrein)