Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 22

Hvernig geturðu sagt öðrum frá fagnaðarboðskapnum?

Hvernig geturðu sagt öðrum frá fagnaðarboðskapnum?

Þegar þú kynnist sannleika Biblíunnar hugsarðu kannski: „Það þurfa allir að fá að heyra þetta!“ Og það þurfa allir að heyra þetta. En það stressar þig kannski að segja öðrum frá því sem þú hefur lært. Skoðum hvernig þú getur orðið öruggari og byrjað að segja öðrum frá fagnaðarboðskap Biblíunnar með gleði.

1. Hvernig geturðu sagt þeim sem þú þekkir frá því sem þú hefur lært?

Lærisveinar Jesú sögðu: „Við getum ekki hætt að tala um það sem við höfum séð og heyrt.“ (Postulasagan 4:20) Þeir mátu sannleikann svo mikils að þeir vildu segja eins mörgum og þeir gátu frá honum. Líður þér eins? Reyndu þá að finna tækifæri til að segja fjölskyldu þinni og vinum á vingjarnlegan hátt frá því sem þú hefur lært. – Lestu Kólossubréfið 4:6.

Nokkrar leiðir til að brjóta ísinn

  • Kynntu umræðuefni úr Biblíunni þegar þú talar við einhvern úr fjölskyldunni með því að segja: „Ég lærði svolítið athyglisvert í vikunni.“

  • Sýndu vini sem er veikur eða áhyggjufullur uppörvandi biblíuvers.

  • Segðu vinnufélaga sem spyr þig hvernig helgin hafi verið hvað þú lærðir á biblíunámskeiðinu eða á samkomu.

  • Sýndu vinum þínum vefsíðuna jw.org.

  • Bjóddu öðrum að vera með í biblíunámsstund eða sýndu þeim hvernig þeir geta beðið um biblíunámskeið á jw.org.

2. Hvers vegna er gott að setja sér það markmið að boða trúna með söfnuðinum?

Lærisveinar Jesú boðuðu fagnaðarboðskapinn ekki bara fólki sem þeir þekktu. Jesús „sendi þá tvo og tvo á undan sér til allra borga“ til að boða trúna. (Lúkas 10:1) Þessi skipulagða boðun gaf miklu fleira fólki tækifæri á að heyra fagnaðarboðskapinn. Það veitti lærisveinunum líka mikla gleði að boða trúna saman. (Lúkas 10:17) Gætir þú líka sett þér það markmið að boða trúna með söfnuðinum?

KAFAÐU DÝPRA

Sjáðu hvernig þú getur sigrast á stressi og fundið fyrir gleðinni sem fylgir því að boða fagnaðarboðskapinn.

3. Jehóva hjálpar þér

Sumir, sem langar til að boða trúna, hafa kannski áhyggjur af því hvernig aðrir bregðist við boðun þeirra eða hvernig þeir hugsi um þá.

  • Kvíðir þú fyrir að segja öðrum frá því sem þú hefur lært? Hvers vegna?

Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig sigruðust þessir ungu vottar á ótta?

Lesið Jesaja 41:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig hjálpar bænin þér ef þú ert kvíðinn að boða trúna?

Vissir þú?

Margir vottar Jehóva héldu að þeir gætu aldrei sagt öðrum frá fagnaðarboðskapnum. Sergej var til dæmis með lágt sjálfsmat og fannst erfitt að tala við aðra. En svo fór hann að kynna sér Biblíuna. Hann segir: „Ég byrjaði að tala við aðra um það sem ég var að læra þó að ég óttaðist það. Það kom mér verulega á óvart að sjálfsöryggið jókst þegar ég fór að segja öðrum frá Biblíunni. Það styrkti líka trú mína að segja öðrum frá henni.“

4. Vertu kurteis

Þegar þú segir öðrum frá fagnaðarboðskapnum skaltu ekki aðeins hugsa um hvað þú ættir að segja heldur líka hvernig þú ættir að segja það. Lesið 2. Tímóteusarbréf 2:24 og 1. Pétursbréf 3:15 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig geturðu farið eftir þessum versum þegar þú talar við aðra um Biblíuna?

  • Kannski eru ekki allir vinir þínir eða allir í fjölskyldunni sammála þér. Hvað geturðu þá gert? Hvað ættirðu ekki að gera?

  • Hvers vegna gæti verið betra að nota nærgætnar spurningar frekar en stífar fullyrðingar?

5. Það veitir gleði að boða fagnaðarboðskapinn

Jehóva fól Jesú það verkefni að boða fagnaðarboðskapinn. Hvernig leit Jesús á það verkefni? Lesið Jóhannes 4:34 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Það gleður okkur og viðheldur lífi okkar að borða góðan mat. Hvers vegna líkti Jesús því við mat að gera vilja Guðs – þar á meðal því að boða fagnaðarboðskapinn?

  • Hvernig telur þú að það geti veitt gleði að boða fagnaðarboðskapinn?

Tillögur

  • Vertu vakandi fyrir því sem þú getur lært á samkomunni í miðri viku um að hefja samræður.

  • Veltu fyrir þér hvort þú getir skráð þig til að hafa nemendaverkefni á samkomu í miðri viku. Nemendaverkefni geta búið þig undir að tala við aðra um það sem þú ert að læra.

  • Notaðu „Sumir segja“ og „Einhver gæti spurt“ í þessari bók til að æfa þig í að svara algengum spurningum og mótbárum.

EINHVER GÆTI SPURT: „Hvað er að frétta?“

  • Hvernig gætirðu notað tækifærið til að segja frá því sem þú hefur verið að læra í biblíunáminu?

SAMANTEKT

Það veitir gleði að segja öðrum frá fagnaðarboðskapnum og það er kannski auðveldara en þú heldur að byrja.

Upprifjun

  • Hvers vegna ættirðu að segja öðrum frá fagnaðarboðskapnum?

  • Hvernig geturðu gert það á kurteisan hátt?

  • Hvernig geturðu orðið öruggari ef þér finnst stressandi að boða trúna?

Markmið

KANNAÐU

Kynntu þér fjórar einfaldar leiðir til að boða fagnaðarboðskapinn með því að nota jw.org nafnspjaldið.

Kynningartillaga fyrir JW.ORG nafnspjald (1:43)

Lestu um fjóra eiginleika sem geta hjálpað þér að boða fagnaðarboðskapinn.

„Ert þú tilbúinn til að veiða menn?“ (Varðturninn september 2020)

Sjáðu hvernig fordæmi úr Biblíunni getur gefið okkur kjark til að boða fagnaðarboðskapinn, jafnvel þó að við séum ung.

Jehóva hjálpar okkur að vera hugrökk (11:59)

Kynntu þér hvernig þú getur talað um Biblíuna við þá í fjölskyldunni sem hafa ekki kynnst Jehóva.

„Náum til hjartna vantrúaðra ættingja“ (Varðturninn 15. mars 2014)