Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 30

Látnir ástvinir fá líf á ný!

Látnir ástvinir fá líf á ný!

Dauðinn veldur mikilli sorg. Þess vegna kallar Biblían hann óvin. (1. Korintubréf 15:26) Í kafla 27 lærðum við að Jehóva mun sigra þennan óvin. En hvað um þá sem hafa nú þegar dáið? Í þessum kafla kynnumst við öðru dásamlegu loforði Jehóva – hann mun reisa milljarða manna til lífs á ný svo að þeir geti notið lífsins að eilífu. Getur það gerst í raun og veru? Fá þeir upprisu til lífs á himni eða á jörðu?

1. Hvað langar Jehóva að gera fyrir látna ástvini okkar?

Jehóva þráir að reisa til lífs á ný fólk sem hefur dáið. Trúfastur maður að nafni Job var sannfærður um að Jehóva myndi ekki gleyma honum þegar hann dæi. Hann sagði við Guð: „Þú munt kalla og ég svara þér [úr gröfinni].“ – Lestu Jobsbók 14:13–15.

2. Hvernig vitum við að látnir geta fengið upprisu?

Þegar Jesús var á jörðinni gaf Guð honum kraft til að reisa fólk upp frá dauðum. Jesús reisti 12 ára stúlku og son ekkju nokkurrar til lífs á ný. (Markús 5:41, 42; Lúkas 7:12–15) Seinna dó Lasarus vinur Jesú. Jesús reisti Lasarus til lífs á ný þótt hann hefði verið dáinn og grafinn í fjóra daga. Eftir að hafa beðið til Guðs hrópaði Jesús í átt að gröfinni: „Lasarus, komdu út!“ Og „maðurinn, sem hafði verið dáinn, kom þá út“. Lasarus var á lífi! (Jóhannes 11:43, 44) Ímyndaðu þér hve mikið þetta hefur glatt fjölskyldu og vini Lasarusar.

3. Hvaða von er fyrir látna ástvini okkar?

Biblían lofar „að bæði réttlátir og ranglátir muni rísa upp“. (Postulasagan 24:15) Þeir sem Jesús reisti upp þegar hann var á jörðinni höfðu ekki farið til himna. (Jóhannes 3:13) Þeir voru ánægðir að vakna aftur til lífs hér á jörðinni. Á sama hátt mun Jesús brátt reisa upp milljarða manna til að lifa að eilífu í paradís á jörð. Hann sagði að „allir sem eru í minningargröfunum“ fengju upprisu – jafnvel þeir sem virðast vera gleymdir, en eru í minni Guðs. – Jóhannes 5:28, 29.

KAFAÐU DÝPRA

Skoðaðu rök Biblíunnar fyrir því að það sé öruggt að látnir verði reistir upp. Sjáðu hvernig upprisan getur veitt þér huggun og von.

4. Jesús sannaði að hann gæti reist upp látna

Lærðu meira um það sem Jesús gerði fyrir Lasarus vin sinn. Lesið Jóhannes 11:14, 38–44 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig vitum við að Lasarus var dáinn? – Sjá 39. vers.

  • Heldurðu að Jesús hefði reist Lasarus aftur upp til lífs á jörðinni ef hann hefði farið til himna?

Spilið MYNDBANDIÐ.

5. Margir fá upprisu

Lesið Sálm 37:29 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvar eiga þeir milljarðar sem fá upprisu eftir að búa?

Jesús reisir ekki bara upp þá sem tilbáðu Jehóva. Lesið Postulasöguna 24:15 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvern myndir þú vilja sjá rísa upp til lífs á ný?

Jesús getur reist fólk upp jafn auðveldlega og faðir getur vakið barn sitt af svefni.

6. Upprisan getur veitt þér huggun og von

Frásaga Biblíunnar af dóttur Jaírusar hefur huggað og hvatt marga sem syrgja. Lesið þessa sönnu sögu í Lúkasi 8:40–42, 49–56.

Áður en Jesús reisti dóttur Jaírusar upp sagði hann við föður hennar: „Vertu óhræddur, trúðu bara.“ (Sjá 50. vers.) Hvernig getur upprisuvonin hjálpað þér …

  • þegar ástvinur deyr?

  • þegar líf þitt er í hættu?

Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig hefur upprisuvonin huggað og hvatt foreldra Phelicity?

SUMIR SEGJA: „Að látnir verði reistir upp er of gott til að vera satt.“

  • Hvað finnst þér?

  • Hvaða biblíuvers geturðu notað til að sýna að það verði upprisa?

SAMANTEKT

Biblían lofar að milljarðar manna sem hafa dáið verði reistir upp. Jehóva vill að þeir fái líf á ný og hann hefur gefið Jesú mátt til að reisa þá upp.

Upprifjun

  • Hvernig vitum við að Jehóva og Jesús hlakka til að reisa látna til lífs á ný?

  • Hvar munu allir þeir milljarðar sem verða reistir upp búa – á himni eða á jörð? Skýrðu svarið.

  • Hvað sannfærir þig um að ástvinir þínir geti fengið lífið á ný?

Markmið

KANNAÐU

Lestu um hvernig þú getur tekist á við sorg.

„Hjálp fyrir syrgjendur“ (Vaknið! nr. 3 2018)

Geta meginreglur Biblíunnar hjálpað syrgjendum?

Þegar ástvinur deyr (5:06)

Hvernig geta börn tekist á við það þegar ástvinur deyr?

Lausnargjaldið (2:07)

Fá einhverjir upprisu til himna? Hverjir fá ekki upprisu?

„Hvað er upprisan?“ (Vefgrein)