Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 33

Hverju mun ríki Guðs koma til leiðar?

Hverju mun ríki Guðs koma til leiðar?

Ríki Guðs er nú þegar við stjórn. Bráðlega gerir það miklar breytingar á jörðinni. Skoðum nokkur dæmi um það góða sem þú getur hlakkað til undir stjórn Guðsríkis.

1. Hvernig mun ríki Guðs koma á friði og réttlæti á jörðinni?

Jesús konungur Guðsríkis mun tortíma vondu fólki og stjórnum í stríðinu við Harmagedón. (Opinberunarbókin 16:14, 16) Þá rætist eftirfarandi loforð Biblíunnar að fullu: „Innan skamms eru vondir menn ekki lengur til.“ (Sálmur 37:10) Jesús mun nota ríkið til að tryggja frið og réttlæti um alla jörð. – Lestu Jesaja 11:4.

2. Hvernig verður lífið þegar vilji Guðs verður gerður á jörðinni?

Undir stjórn ríkis Guðs munu „hinir réttlátu ... erfa jörðina og búa á henni að eilífu“. (Sálmur 37:29) Ímyndaðu þér hvernig verður að búa í heimi þar sem allir eru réttlátir og allir elska Jehóva og hver annan. Enginn verður veikur og allir lifa að eilífu.

3. Hverju mun ríki Guðs koma til leiðar eftir að hinum illu er tortímt?

Eftir að hinum illu er tortímt mun Jesús ríkja sem konungur í 1.000 ár. Á þeim tíma munu hann og 144.000 meðstjórnendur hans hjálpa fólki á jörðinni að verða fullkomið og syndlaust. Í lok þessa tímabils verður jörðin orðin falleg paradís og allir njóta hamingju vegna þess að þeir hlýða lögum Jehóva. Síðan mun Jesús afhenda Jehóva föður sínum ríkið aftur. Nafn Jehóva verður helgað sem aldrei fyrr. (Matteus 6:9, 10) Það verður búið að sanna að Jehóva er góður stjórnandi sem er annt um þegna sína. Jehóva tortímir þá Satan, illu öndunum og hverjum þeim sem velur að rísa gegn stjórn hans. (Opinberunarbókin 20:7–10) Fullkomnu aðstæðurnar sem ríki Guðs kemur á munu vara að eilífu.

KAFAÐU DÝPRA

Sjáðu hvers vegna við getum treyst því að Guð noti ríki sitt til að uppfylla öll framtíðarloforð Biblíunnar.

4. Ríki Guðs bindur enda á stjórnir manna

„Einn maður [hefur] drottnað yfir öðrum honum til tjóns.“ (Prédikarinn 8:9) Jehóva mun nota ríki sitt til að binda enda á þetta óréttlæti.

Lesið Daníel 2:44 og 2. Þessaloníkubréf 1:6–8 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig munu Jehóva og Jesús sonur hans fara með stjórnir manna og þá sem styðja þær?

  • Hvað fullvissar þig um að það sem Jehóva og Jesús eiga eftir að gera verði réttlátt og sanngjarnt?

5. Jesús er tilvalinn konungur

Sem konungur í ríki Guðs mun Jesús gera margt gott fyrir þegna sína á jörðinni. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvernig Jesús hefur nú þegar sýnt að hann hefur bæði löngun til að hjálpa fólki og mátt frá Guði til þess.

Þegar Jesús var á jörðinni gaf hann sýnishorn af því sem ríki Guðs kemur til leiðar. Hvaða loforð hlakkar þú sérstaklega til að sjá rætast? Lesið biblíuversin við þau loforð.

ÞEGAR JESÚS VAR Á JÖRÐINNI …

FRÁ HIMNI MUN JESÚS …

6. Það verður yndislegt að lifa undir stjórn ríkis Guðs

Ríki Guðs mun sjá til þess að mennirnir fái að njóta þess lífs sem Jehóva ætlaði þeim í upphafi. Þeir fá eilíft líf í paradís á jörð. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvernig Jehóva vinnur með syni sínum, Jesú, til að koma fyrirætlun sinni til leiðar.

Lesið Sálm 145:16 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvaða tilfinningar vekur það með þér að vita að Jehóva mun ‚uppfylla langanir alls sem lifir‘?

SUMIR SEGJA: „Ef við vinnum öll saman getum við leyst vandamál heimsins.“

  • Hvaða vandamál mun ríki Guðs leysa sem stjórnir manna geta ekki leyst?

SAMANTEKT

Ríki Guðs mun ná markmiði sínu. Það á eftir að breyta allri jörðinni í paradís og gott fólk sem tilbiður Jehóva fær að lifa að eilífu á henni.

Upprifjun

  • Hvernig mun ríki Guðs helga nafn Jehóva?

  • Hvers vegna getum við treyst því að ríki Guðs uppfylli loforð Biblíunnar?

  • Hvað hlakkar þú mest til að sjá ríki Guðs gera?

Markmið

KANNAÐU

Kynntu þér hvað gerist í þúsundáraríki Jesú og þegar því lýkur.

„Hvað gerist á dómsdegi?“ (Grein úr Varðturninum)

Sjáðu hvernig fjölskyldur geta séð fyrir sér lífið í paradís.

Sjáðu sjálfan þig fyrir þér í paradís (1:50)

Lestu söguna „Margar spurningar sóttu á mig“ til að sjá hvernig pólitískur uppreisnarmaður fann svör við spurningum sínum.

„Biblían breytir lífi fólks“ (Varðturninn 1. júlí 2012)