Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 40

Hvernig getum við verið hrein í augum Guðs?

Hvernig getum við verið hrein í augum Guðs?

Sjáðu fyrir þér móður undirbúa ungan son sinn fyrir skólann. Henni þykir vænt um litla strákinn sinn og þess vegna passar hún upp á að hann sé hreinn og í hreinum fötum. Það heldur honum heilbrigðum og sýnir líka öðrum að foreldrar hans hugsa vel um hann. Jehóva, kærleiksríkur faðir okkar, vill líka að við séum hrein – bæði líkamlega og siðferðilega. Það gerir sjálfum okkur gott að vera hrein og við heiðrum Jehóva með því.

1. Hvernig getum við haldið okkur hreinum?

Jehóva segir: „Þið skuluð vera heilög.“ (1. Pétursbréf 1:16) Til að vera heilög þurfum við að vera hrein bæði líkamlega og siðferðilega. Við getum haldið okkur hreinum með því að þvo okkur reglulega og halda fötunum okkar, bílnum og heimilinu hreinu og snyrtilegu. Við getum líka hjálpað til við að halda ríkissalnum hreinum. Með því að vera hrein og snyrtileg heiðrum við Jehóva. – 2. Korintubréf 6:3, 4.

2. Hvað þurfum við að forðast til að halda okkur hreinum?

Biblían hvetur okkur til að „hreinsa okkur af öllu sem óhreinkar líkama og huga“. (2. Korintubréf 7:1) Þess vegna forðumst við allt sem gæti skaðað líkama okkar og huga. Við gerum okkar besta til að forðast ósæmandi hugsanir því að við viljum að hugsanir okkar gleðji Jehóva. (Sálmur 104:34) Við reynum líka að tala fallega. – Lestu Kólossubréfið 3:8.

Hvað fleira gæti gert okkur líkamlega eða siðferðilega óhrein? Sum efni skaða líkamann. Þess vegna notum við ekki tóbak né tyggjum kókalauf, neytum annarra fíkniefna eða misnotum lyf. Við erum heilbrigðari fyrir vikið og sýnum að við virðum lífið sem Guð gaf okkur. Við reynum líka að halda okkur siðferðilega hreinum með því að forðast óhreina ávana eins og sjálfsfróun og að horfa á klám. (Sálmur 119:37; Efesusbréfið 5:5) Það getur verið erfitt að sigrast á slíkum ávönum en Jehóva getur hjálpað okkur við það. – Lestu Jesaja 41:13.

KAFAÐU DÝPRA

Lærðu um hvernig við heiðrum Jehóva með því að halda okkur hreinum og hvernig hægt er að sigrast á óhreinum ávönum.

3. Hreinlæti heiðrar Jehóva

Boð Jehóva til Ísraels til forna hjálpa okkur að skilja viðhorf hans til hreinlætis. Lesið 2. Mósebók 19:10 og 30:17–19 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað lærum við af þessum versum um viðhorf Jehóva til hreinlætis?

  • Hvaða góðu venjur hjálpa okkur að halda okkur líkamlega hreinum?

Það þarf að hafa eitthvað fyrir því að halda sér hreinum en allir geta gert það, óháð fjárhag eða aðstæðum. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu.

  • Hvernig heiðrar það Jehóva og hefur góð áhrif á boðunina að við höldum eigum okkar hreinum og snyrtilegum?

4. Sigrastu á slæmum ávönum

Jehóva getur hjálpað okkur að sigrast á hvaða slæma ávana sem er.

Þú veist líklega hvað er erfitt að sigrast á ávana ef þú reykir eða notar önnur ávanabindandi efni. Hvað getur hjálpað? Hugleiddu hvaða áhrif ávaninn hefur á þig. Lesið Matteus 22:37–39 og ræðið síðan hvaða áhrif tóbak og önnur ávanabindandi efni hafa á …

  • sambandið við Jehóva.

  • vini og vandamenn.

Gerðu áætlun um hvernig þú ætlar að sigrast á slæmum ávana. a Spilið MYNDBANDIÐ.

Lesið Filippíbréfið 4:13 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig getur það að biðja reglulega til Jehóva, lesa í Biblíunni og fara á samkomur gefið okkur kraft til að sigrast á slæmum ávana?

5. Berstu gegn óhreinum hugsunum og venjum

Lesið Kólossubréfið 3:5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig vitum við að klám, kynferðisleg skilaboð og sjálfsfróun eru óhreinir ávanar í augum Jehóva?

  • Finnst þér sanngjarnt af Jehóva að ætlast til af okkur að vera siðferðilega hrein? Hvers vegna?

Sjáðu hvernig hægt er að berjast gegn óhreinum hugsunum. Spilið MYNDBANDIÐ.

Jesús notaði líkingu sem sýnir að við megum ekki hika við að gera það sem þarf til að halda okkur siðferðilega hreinum. Lesið Matteus 5:29, 30 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Jesús var ekki að segja að við ættum að skaða sjálf okkur heldur var hann að sýna fram á að við þyrftum að grípa til aðgerða. Hvað getur sá sem berst við óhreinar hugsanir þurft að gera til að forðast þær? b

Jehóva kann að meta það sem þú gerir til að berjast gegn óhreinum hugsunum. Lesið Sálm 103:13, 14 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig hvetja þessi vers þig til að gefast ekki upp ef þú ert að berjast við óhreinan ávana?

Ekki gefast upp!

Það er kannski auðvelt að gefast upp ef manni mistekst. En hlaupari sem hrasar er ekki þar með úr leik og hann þarf ekki heldur að byrja upp á nýtt. Þú hefur heldur ekki tapað í baráttunni við slæman ávana þó að þú fallir. Og þú ert ekki kominn á byrjunarreit. Það er eðlilegt að mistakast – það er bara hluti af því að sigrast á slæmum ávana. Gefstu ekki upp! Með hjálp Jehóva geturðu sigrast á slæmum ávana.

SUMIR SEGJA: „Ég get ekki hætt. Ég er of háður þessu.“

  • Hvaða biblíuvers gætirðu notað til að sýna að hægt sé að sigrast á slæmum ávana með hjálp Jehóva?

SAMANTEKT

Ef við höldum líkama okkar, huga og verkum hreinum gleðjum við Jehóva.

Upprifjun

  • Hvers vegna er mikilvægt að vera hreinn?

  • Hvernig geturðu sýnt að hreinlæti skiptir þig máli?

  • Hvernig geturðu haldið hugsunum þínum og verkum hreinum?

Markmið

KANNAÐU

Kynntu þér hvað hægt sé að gera til að hætta að reykja.

„Að hætta að reykja“ (Greinar úr Vaknið!)

Sjáðu hvernig maður nokkur sigraðist á klámfíkn.

„Mér mistókst oft áður en ég náði árangri“ (Varðturninn nr. 4 2016)

a Sjá „Að hætta að reykja“ í rammanum „Kannaðu“ í þessum kafla til að fá hagnýtar tillögur um hvernig má sigrast á fíkn.