Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 45

Hvað þýðir það að vera hlutlaus?

Hvað þýðir það að vera hlutlaus?

Jesús sagði að fylgjendur hans ættu ‚ekki að tilheyra heiminum‘. (Jóhannes 15:19) Það þýðir að vera hlutlaus, eða taka ekki þátt í stjórnmálum eða stríðum. Það er auðvitað ekki alltaf auðvelt að vera hlutlaus. Fólk gerir kannski grín að okkur fyrir það. Hvernig getum við varðveitt hlutleysi okkar og verið Jehóva Guði trú?

1. Hvernig líta þjónar Guðs á stjórnir manna?

Við virðum yfirvöld. Við gerum eins og Jesús sagði og ‚gjöldum keisaranum það sem tilheyrir keisaranum‘. (Markús 12:17) Það þýðir að við hlýðum landslögum. Þess vegna borgum við skatta. Biblían kennir að mennskar stjórnir séu aðeins við völd vegna þess að Jehóva leyfir þeim að ríkja. (Rómverjabréfið 13:1) Við gerum okkur grein fyrir að stjórnir manna hafa aðeins takmarkað vald. Við treystum á Guð og himneska stjórn hans til að leysa vandamál mannkynsins.

2. Hvernig getum við sýnt að við erum hlutlaus?

Rétt eins og Jesús blöndum við okkur ekki í stjórnmál. Þegar fólk varð vitni að einu af kraftaverkum Jesú reyndi það að gera hann að konungi en hann leyfði því það ekki. (Jóhannes 6:15) Hann sagði síðar: „Ríki mitt tilheyrir ekki þessum heimi.“ (Jóhannes 18:36) Sem lærisveinar Jesú sýnum við á ýmsa vegu að við erum hlutlaus. Við förum til dæmis ekki í stríð. (Lestu Míka 4:3.) Þó að við virðum þjóðartákn – eins og fána – hyllum við þau ekki. (1. Jóhannesarbréf 5:21) Og við tökum ekki afstöðu með eða á móti neinum stjórnmálaflokki eða frambjóðanda. Meðal annars á þessa vegu sýnum við að við styðjum ríki Guðs í einu og öllu.

KAFAÐU DÝPRA

Skoðaðu aðstæður sem geta reynt á hlutleysi okkar og hvernig þú getur tekið ákvarðanir sem gleðja Jehóva.

3. Sannkristnir menn eru hlutlausir

Við fylgjum fordæmi Jesú og fylgjenda hans. Lesið Rómverjabréfið 13:1, 5–7 og 1. Pétursbréf 2:13, 14. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvers vegna ættum við að virða veraldleg yfirvöld?

  • Hvernig getum við sýnt að við erum þeim undirgefin?

Sumar þjóðir segjast á stríðstímum vera hlutlausar en styðja í raun báða stríðandi aðila. Hvað felur það í rauninni í sér að vera hlutlaus? Lesið Jóhannes 17:16. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað felur hlutleysi í sér?

Hvað ef veraldleg yfirvöld krefjast einhvers sem stangast á við lög Guðs? Lesið Postulasöguna 5:28, 29. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvaða lögum ættum við að hlýða ef lög Guðs og lög manna stangast á?

  • Geturðu séð fyrir þér einhverjar aðstæður þar sem þjónar Jehóva myndu ekki hlýða veraldlegum yfirvöldum?

4. Vertu hlutlaus bæði í hugsun og verki

Lesið 1. Jóhannesarbréf 5:21. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvers vegna ákvað Ayenge að ganga ekki í stjórnmálaflokkinn eða taka þátt í þjóðernissinnuðum athöfnum eins og að hylla fánann?

  • Finnst þér hann hafa tekið skynsamlega ákvörðun?

Hvaða aðrar aðstæður geta reynt á hlutleysi okkar? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig getum við verið hlutlaus í sambandi við íþróttaviðburði þar sem þjóðir keppa?

  • Hvernig getum við viðhaldið hlutleysi okkar jafnvel þegar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa áhrif á okkur persónulega?

  • Hvernig geta fréttirnar og þeir sem við umgöngumst gert okkur erfiðara fyrir að vera hlutlaus?

Á hvaða sviðum verðum við að vera hlutlaus í hugsun og verki?

EINHVER GÆTI SPURT: „Af hverju styður þú engan stjórnmálaflokk?“

  • Hvernig myndirðu svara því?

SAMANTEKT

Þjónar Jehóva leggja sig fram um að vera hlutlausir í hugsun, orði og verki þegar kemur að stjórnmálum.

Upprifjun

  • Hvernig ættum við að líta á yfirvöld?

  • Hvers vegna erum við hlutlaus í stjórnmálum?

  • Hvaða aðstæður geta reynt á hlutleysi okkar?

Markmið

KANNAÐU

Hvaða fórnir gætum við þurft að færa til að varðveita hlutleysi okkar?

Jehóva hefur aldrei brugðist okkur (3:14)

Hvernig geta fjölskyldur búið sig undir aðstæður sem reyna á hlutleysi þeirra?

Verum hlutlaus á opinberum viðburðum (4:25)

Sumum finnst það að verja land sitt vera mesti heiður sem maður getur fengið. Er það rétt?

„Guði er ekkert um megn“ (5:19)

Hugleiddu hvernig þú getir sýnt að þú tilheyrir ekki heiminum þegar þú velur þér vinnu.

„Sérhver mun verða að bera sína byrði“ (Varðturninn 1. maí 2006)