Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 54

Hlutverk ‚hins trúa og skynsama þjóns‘

Hlutverk ‚hins trúa og skynsama þjóns‘

Jesús er höfuð safnaðarins. (Efesusbréfið 5:23) Jesús er núna á himnum og hann leiðir fylgjendur sína á jörðinni fyrir milligöngu ‚hins trúa og skynsama þjóns‘. (Lestu Matteus 24:45.) Þjónninn hefur fengið umboð frá Jesú og hefur þar með ákveðið vald. En hann er samt þjónn Krists og þjónar bræðrum hans. Hver er þjónninn og hvernig annast hann okkur?

1. Hver er „hinn trúi og skynsami þjónn“?

Jehóva hefur alltaf notað menn – einn eða fleiri – til að leiðbeina þjónum sínum. (Malakí 2:7; Hebreabréfið 1:1) Eftir dauða Jesú tóku postularnir og öldungarnir í Jerúsalem forystuna. (Postulasagan 15:2) Eins er það nú á dögum. Fámennur hópur öldunga – stjórnandi ráð Votta Jehóva – sér fyrir andlegri fæðu og stýrir boðuninni. Þessi hópur er „hinn trúi og skynsami þjónn“ sem Jesús útnefndi. (Matteus 24:45a) Allir bræðurnir í stjórnandi ráði eru andasmurðir og eiga í vændum að ríkja með Kristi á himnum þegar líf þeirra á jörðinni tekur enda.

2. Hvaða andlegu fæðu sér trúi þjónninn okkur fyrir?

Jesús sagði að trúi þjónninn myndi „gefa [trúsystkinum sínum] mat á réttum tíma“. (Matteus 24:45b) Rétt eins og maturinn sem við borðum hjálpar okkur að vera líkamlega heilbrigð og sterk gefur andlega fæðan, eða leiðbeiningar frá orði Guðs, okkur þann styrk sem við þurfum til að vera Jehóva trúföst og sinna því starfi sem Jesús fól okkur. (1. Tímóteusarbréf 4:6) Við fáum þessa andlegu fæðu á samkomum, mótum og í biblíutengdum ritum og myndböndum sem hjálpa okkur að skilja hver sé vilji Guðs og gera okkur nánari honum.

KAFAÐU DÝPRA

Kynntu þér hvers vegna við þurfum ‚hinn trúa og skynsama þjón‘ – stjórnandi ráð.

Stjórnandi ráð sér vottum Jehóva um allan heim fyrir andlegri fæðu, leiðsögn og aðstoð.

3. Þjónar Jehóva verða að vera skipulagðir

Stjórnandi ráð skipuleggur starfsemi Votta Jehóva undir stjórn Jesú. Það var svipað fyrirkomulag hjá kristnum mönnum á fyrstu öldinni. Spilið MYNDBANDIÐ.

Lesið 1. Korintubréf 14:33, 40 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig sjáum við af þessum versum að Jehóva vill að vottar hans séu skipulagðir?

4. Trúi þjónninn skipuleggur boðun okkar

Boðunin var mikilvægasta starf hinna frumkristnu. Lesið Postulasöguna 8:14, 25 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hver hafði umsjón með boðun frumkristinna manna?

  • Hvernig brugðust Pétur og Jóhannes við leiðsögn hinna postulanna?

Boðunin er mikilvægasta starfið sem stjórnandi ráð skipuleggur. Spilið MYNDBANDIÐ.

Jesús lagði áherslu á hve mikilvægt væri að boða trúna. Lesið Markús 13:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvers vegna álítur stjórnandi ráð boðunina svo mikilvæga?

  • Hvers vegna þurfum við ‚hinn trúa og skynsama þjón‘ til að skipuleggja boðunina um allan heim?

5. Trúi þjónninn gefur leiðbeiningar

Stjórnandi ráð leiðbeinir þjónum Jehóva um allan heim. Hvernig veit ráðið hvaða leiðbeiningar það á að gefa? Sjáðu hvernig stjórnandi ráð á fyrstu öld tók ákvarðanir. Lesið Postulasöguna 15:1, 2 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvaða mál olli ágreiningi hjá sumum kristnum mönnum á fyrstu öldinni?

  • Til hverra leituðu Páll, Barnabas og fleiri til að leysa úr ágreiningnum?

Lesið Postulasöguna 15:12–18, 23–29 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað gerði stjórnandi ráð á fyrstu öld til að fá leiðsögn Guðs í málinu áður en það tók ákvörðun? – Sjá 12., 15. og 28. vers.

Lesið Postulasöguna 15:30, 31 og 16:4, 5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig brugðust þjónar Guðs á fyrstu öld við leiðbeiningunum frá stjórnandi ráði?

  • Hvernig blessaði Jehóva þá fyrir hlýðnina?

Lesið 2. Tímóteusarbréf 3:16 og Jakobsbréfið 1:5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvert leitar stjórnandi ráð nú á dögum leiðsagnar þegar það tekur ákvarðanir?

SUMIR SEGJA: „Þú ert bara að fylgja mönnum ef þú ferð eftir því sem stjórnandi ráð segir.“

  • Hvað sannfærir þig um að Jesús leiði hið stjórnandi ráð?

SAMANTEKT

Stjórnandi ráð er „hinn trúi og skynsami þjónn“ sem Kristur hefur útnefnt. Það sér þjónum Jehóva um allan heim fyrir leiðsögn og andlegri fæðu.

Upprifjun

  • Hver útnefndi ‚hinn trúa og skynsama þjón‘?

  • Hvernig annast stjórnandi ráð okkur?

  • Trúir þú að stjórnandi ráð sé „hinn trúi og skynsami þjónn“?

Markmið

KANNAÐU

Fræðstu um hvernig stjórnandi ráð tryggir að hægt sé að treysta andlegu fæðunni sem við fáum.

Nákvæm rit búin til (17:17)

Hvað finnst bræðrunum í stjórnandi ráði um það starf sem Jesús hefur falið þeim?

Mikill heiður (7:04)

Hvernig sýna samkomurnar okkar og mótin að Jehóva leiðir stjórnandi ráð?

Jehóva kennir þjónum sínum (9:39)