Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 58

Vertu Jehóva trúr

Vertu Jehóva trúr

Trúir þjónar Jehóva eru staðráðnir í að láta ekkert og engan trufla tilbeiðslu sína. Það á eflaust við um þig. Jehóva metur trúfesti þína mikils. (Lestu 1. Kroníkubók 28:9.) Hvaða aðstæður gætu reynt á trúfesti þína og hvað getur hjálpað þér að takast á við þær?

1. Hvernig gætu aðrir reynt á trúfesti okkar við Jehóva?

Sumir reyna að hindra okkur í að þjóna Jehóva. Hverjum gæti dottið það í hug? Sumir sem hafa yfirgefið sannleikann dreifa lygum um söfnuð Jehóva til að brjóta niður trú okkar. Þeir eru kallaðir fráhvarfsmenn. Sumir trúarleiðtogar dreifa líka ósannindum um okkur til að fá þá sem gera sér ekki grein fyrir hættunni til að hætta að þjóna Jehóva. Það er hættulegt að fara út í rökræður við andstæðinga, lesa bækurnar þeirra eða það sem þeir skrifa á vefsíður sínar eða horfa á myndbönd frá þeim. Jesús sagði um þá sem reyna að brjóta niður trúfesti annarra við Jehóva: „Látið þá eiga sig. Þeir eru blindir leiðtogar. Ef blindur leiðir blindan falla báðir í gryfju.“Matteus 15:14.

2. Hvernig geta ákvarðanir okkar sýnt hvort við erum Jehóva trú?

Kærleikur til Jehóva fær okkur til að halda okkur algerlega frá falstrúarbrögðum. Hvorki vinnan okkar, samtök sem við tilheyrum né nokkuð annað sem við gerum ætti að tengjast fölskum trúarbrögðum. Jehóva segir: „Farið út úr [Babýlon hinni miklu], fólk mitt.“Opinberunarbókin 18:2, 4.

KAFAÐU DÝPRA

Kynntu þér hvernig þú getur verið Jehóva trúr, sama hvað aðrir segja eða gera. Sjáðu líka hvernig þú getur sýnt trúfesti með því að fara út úr Babýlon hinni miklu.

3. Gættu þín á falskennurum

Hvað ættum við að gera ef við heyrum neikvætt tal um söfnuð Jehóva? Lesið Orðskviðina 14:15 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Af hverju ættum við ekki að trúa öllu sem við heyrum?

Lesið 2. Jóhannesarbréf 9–11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig ættum við að bregðast við fráhvarfsmönnum?

  • Hvernig gætum við orðið fyrir áhrifum af kenningum fráhvarfsmanna þó að við höfum ekki beint samband við þá?

  • Hvernig heldurðu að Jehóva myndi líða ef við hlustuðum á neikvætt umtal um hann eða söfnuð hans?

4. Vertu Jehóva trúr þegar trúsystkini syndgar

Hvað ber okkur að gera ef við fréttum að einhver í söfnuðinum hefur drýgt alvarlega synd? Við getum fengið svar við því með því að skoða meginreglu í lögmáli Guðs til Ísraels til forna. Lesið 3. Mósebók 5:1.

Eins og kemur fram í þessu versi ættum við að segja öldungunum frá því sem við vitum ef við fréttum að einhver hefur drýgt alvarlega synd. En áður en maður gerir það væri samt kærleiksríkt að hvetja þann sem syndgaði til að fara sjálfur til öldunganna. Ef hann gerir það ekki ætti trúfesti okkar við Jehóva að fá okkur til að segja öldungunum frá. Hvernig ber það merki um tryggan kærleika til …

  • Jehóva Guðs?

  • þess sem syndgaði?

  • annarra í söfnuðinum?

Hjálpaðu trúsystkini þínu sem er í vanda.

5. Klipptu á öll tengsl við Babýlon hina miklu

Lesið Lúkas 4:8 og Opinberunarbókina 18:4, 5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Er ég enn þá skráður í falstrúarstofnun?

  • Tilheyri ég samtökum sem tengjast öðru trúfélagi?

  • Styður vinnan mín falstrú á einhvern hátt?

  • Þarf ég að aðgreina mig frá falstrú á einhverjum öðrum sviðum?

  • Hvaða breytingar ætti ég að gera ef ég svaraði einhverjum af þessum spurningum játandi?

Taktu ákvörðun sem þú getur haft góða samvisku yfir og sem sýnir að þú ert Jehóva trúr.

Hvað myndirðu gera ef þú værir beðinn um að gefa framlög til góðgerðarstarfs á vegum trúfélags?

SUMIR SEGJA: „Ég þarf að vita hvað fráhvarfsmenn segja um Votta Jehóva svo að ég geti varið sannleikann.“

  • Er það skynsamlegt? Hvers vegna?

SAMANTEKT

Til að vera Jehóva trú þurfum við að forðast félagsskap við þá sem reyna að villa um fyrir okkur.

Upprifjun

  • Hvers vegna ættum við ekki að hlusta á hugmyndir fráhvarfsmanna?

  • Hvað ættum við að gera ef við fréttum að trúsystkini hafi drýgt alvarlega synd?

  • Hvernig getum við haldið okkur frá fölskum trúarbrögðum?

Markmið

KANNAÐU

Lestu um hvernig þú ættir að bregðast við þegar aðrir dreifa falsfréttum um Votta Jehóva.

„Ertu með staðreyndirnar á hreinu?“ (Varðturninn ágúst 2018)

Hvernig getum við borið kennsl á athafnir eða samtök sem styðja Babýlon hina miklu?

„Verum önnum kafin á hinum allra síðustu dögum“ (Varðturninn október 2019, gr. 16–18)

Hvað hafa sumir andstæðingar gert til að reyna að veikja trú okkar?

Varið ykkur á blekkingum (9:26)

Lestu um hvernig Sjintóprestur klippti á tengsl við falstrúarbrögð í frásögunni „Ég hafði leitað að Guði síðan ég var barn“.

„Biblían breytir lífi fólks“ (Grein úr Varðturninum)