Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 60

Haltu áfram að taka framförum

Haltu áfram að taka framförum

Þú hefur lært heilmargt um Jehóva á þessu biblíunámskeiði. Það sem þú hefur lært hefur fengið þig til að elska hann svo heitt að þú hefur líklega vígt líf þitt honum og látið skírast. Ef þú ert ekki búinn að því ertu kannski að hugsa um að gera það á næstunni. En þú hættir ekki að taka framförum þegar þú lætur skírast. Þú getur haldið endalaust áfram að eignast nánara samband við Jehóva. Hvernig?

1. Hvers vegna ættirðu að halda áfram að styrkja vináttuna við Jehóva?

Við þurfum að halda áfram að vera dugleg að styrkja samband okkar við Jehóva „svo að við berumst aldrei af leið“ og fjarlægjumst hann. (Hebreabréfið 2:1) Hvað getur hjálpað okkur að halda áfram að þjóna Jehóva trúföst? Við getum haldið okkur uppteknum við boðunina og leitað fleiri leiða til að þjóna Jehóva enn betur. (Lestu Filippíbréfið 3:16.) Að þjóna Jehóva er besta líf sem völ er á! – Sálmur 84:10.

2. Hvað fleira ættirðu að halda áfram að gera?

Þó að við séum að klára þetta biblíunámskeið er líf þitt í þjónustu Jehóva rétt að byrja. Í Biblíunni segir að við þurfum að „íklæðast hinum nýja manni“. (Efesusbréfið 4:23, 24) Þegar þú heldur áfram að rannsaka orð Guðs og sækja samkomur lærirðu meira um Jehóva og eiginleika hans. Reyndu að líkja eftir persónuleika hans enn betur. Haltu áfram að gera nauðsynlegar breytingar til að gleðja Jehóva.

3. Hvernig hjálpar Jehóva þér að taka framförum?

Í Biblíunni segir: ‚Guð mun ljúka þjálfun ykkar. Hann mun efla ykkur, styrkja og gera óhagganleg.‘ (1. Pétursbréf 5:10) Við verðum öll fyrir freistingum. En Jehóva gefur okkur það sem við þurfum til að standast þær. (Sálmur 139:23, 24) Hann lofar að gefa þér bæði löngun og kraft til að þjóna sér trúfastlega. – Lestu Filippíbréfið 2:13.

KAFAÐU DÝPRA

Skoðaðu hvernig þú getur haldið áfram að taka framförum og hvernig Jehóva mun blessa þig.

4. Haltu áfram að eiga tjáskipti við besta vin þinn

Bæn og biblíulestur hafa hjálpað þér að eignast vináttu Jehóva. Hvernig getur þetta tvennt gert þig enn nánari honum?

Lesið Sálm 62:8 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig geturðu gert bænir þínar innihaldsríkari til að styrkja samband þitt við Jehóva?

Lesið Sálm 1:2 og neðanmáls og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig geturðu fengið meira út úr biblíulestri þínum til að styrkja sambandið við Jehóva?

Hvernig geturðu fengið meira út úr sjálfsnámi þínu? Spilið MYNDBANDIÐ til að fá nokkrar hugmyndir og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvaða tillögur í myndbandinu gætir þú notað?

  • Hvaða viðfangsefni myndir þú vilja taka fyrir í sjálfsnámi þínu?

5. Settu þér andleg markmið

Að setja þér markmið í þjónustu Jehóva hjálpar þér að taka framförum. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvaða gagn hafði Cameron af því að setja sér andleg markmið?

Það geta ekki allir flutt til annars lands til að boða trúna. En við getum öll sett okkur raunhæf markmið. Lesið Orðskviðina 21:5. Hugleiddu síðan hvaða markmið þú myndir vilja setja þér …

  • í söfnuðinum.

  • í boðuninni.

Hvernig getur meginreglan í þessu versi hjálpað þér að ná markmiðum þínum?

Tillögur að markmiðum

  • Gera bænir þínar innihaldsríkari.

  • Lesa alla Biblíuna.

  • Kynnast öllum í söfnuðinum þínum.

  • Hefja og halda biblíunámskeið.

  • Gerast aðstoðarbrautryðjandi eða brautryðjandi.

  • Vinna að því að verða safnaðarþjónn, ef þú ert bróðir.

6. Framtíð þín er björt!

Lesið Sálm 22:26 og Jeremía 29:11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig geturðu notið lífsins núna og átt von um bjarta framtíð?

SAMANTEKT

Haltu áfram að styrkja samband þitt við Jehóva og setja þér andleg markmið. Þá geturðu notið lífsins að eilífu.

Upprifjun

  • Hvers vegna geturðu treyst því að Jehóva hjálpi þér að þjóna honum trúfastlega?

  • Hvernig geturðu styrkt samband þitt við Jehóva?

  • Hvernig hjálpa andleg markmið þér að taka framförum?

Langtímamarkmið

KANNAÐU

Hvort metur Jehóva meira að við gerum einu sinni eitthvað stórbrotið til að sanna hollustu okkar við hann eða að við þjónum honum trúfastlega á hverjum degi alla ævi?

Verum trúföst eins og Abraham (9:20)

Jafnvel trúfastur þjónn Jehóva getur misst gleðina. Sjáðu hvernig hægt er að endurheimta hana.

Að endurheimta gleðina með biblíunámi og íhugun (5:25)

Hvernig geturðu sett þér andleg markmið og náð þeim?

„Lofaðu skaparann með því að setja þér andleg markmið“ (Grein úr Varðturninum)

Hvers vegna er mikilvægt að ná þroska í trúnni og hvernig náum við honum?

„Sækjum fram til þroska því að hinn mikli dagur Jehóva er í nánd“ (Varðturninn 15. maí 2009)