Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Upprifjun á 3. hluta

Upprifjun á 3. hluta

Ræddu eftirfarandi spurningar við kennara þinn:

  1. Lesið Orðskviðina 27:11.

    • Hvers vegna langar þig að vera Jehóva trúr?

      (Sjá kafla 34.)

  2. Hvernig geturðu tekið góðar ákvarðanir í málum sem Biblían gefur ekki skýr fyrirmæli um?

    (Sjá kafla 35.)

  3. Hvernig geturðu verið heiðarlegur í öllu sem þú gerir?

    (Sjá kafla 36.)

  4. Lesið Matteus 6:33.

    • Hvernig geturðu ‚einbeitt þér fyrst og fremst að ríki Guðs‘ í tengslum við vinnu og peninga?

      (Sjá kafla 37.)

  5. Á hvaða vegu geturðu sýnt að þú virðir lífið á sama hátt og Jehóva?

    (Sjá kafla 38.)

  6. Lesið Postulasöguna 15:29.

    • Hvernig geturðu hlýtt lögum Jehóva um blóðið?

    • Finnst þér kröfur hans vera sanngjarnar?

      (Sjá kafla 39.)

  7. Lesið 2. Korintubréf 7:1.

    • Hvað felur það í sér að vera líkamlega og siðferðilega hreinn?

      (Sjá kafla 40.)

  8. Lesið 1. Korintubréf 6:9, 10.

    • Hvert er viðhorf Biblíunnar til kynlífs? Ert þú á sama máli?

    • Hvaða leiðbeiningar gefur Biblían varðandi áfengisneyslu?

      (Sjá kafla 41 og 43.)

  9. Lesið Matteus 19:4–6, 9.

    • Hver er mælikvarði Guðs á hjónabandið?

    • Hvers vegna ætti að lögskrá hjónabönd og skilnaði?

      (Sjá kafla 42.)

  10. Hvaða hátíðum hefur Jehóva vanþóknun á og hvers vegna?

    (Sjá kafla 44.)

  11. Lesið Jóhannes 17:16 og Postulasöguna 5:29.

    • Hvernig geturðu verið hlutlaus?

    • Hvað myndir þú gera ef lög Guðs og lög manna stönguðust á?

      (Sjá kafla 45.)

  12. Lesið Markús 12:30.

    • Hvernig geturðu sýnt Jehóva að þú elskir hann?

      (Sjá kafla 46 og 47.)