Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit


Hvernig geturðu haft sem mest gagn af þessari biblíufræðslu?

Hvernig geturðu haft sem mest gagn af þessari biblíufræðslu?

Farðu yfir efnið með kennara: Biddu þann sem gaf þér bæklinginn að aðstoða þig við biblíunám eða sendu inn beiðni á vefsíðu okkar, jw.org.

FYRSTI HLUTI

Lestu hverja grein fyrir sig, þar á meðal feitletruðu spurningarnar (A) og biblíuversin (B) sem leggja áherslu á aðalatriðin. Taktu eftir að sum biblíuvers eru merkt „lestu“.

MIÐHLUTI

Textinn (C) undir Kafaðu dýpra kynnir það sem er til umræðu. Millifyrirsagnirnar (D) kynna aðalatriðin. Lestu biblíuversin, svaraðu spurningunum og horfðu á myndböndin (E).

Skoðaðu myndirnar og myndatextana (F) og veltu fyrir þér hvernig þú myndir svara fullyrðingunum í Sumir segja (G).

SÍÐASTI HLUTI

Samantekt og Upprifjun (H) draga saman það sem fjallað er um í kaflanum. Skráðu dagsetninguna þegar þú hefur lokið við kaflann. Markmið (I) gefur þér eitthvað til að vinna að. Undir Kannaðu (J) er meira efni sem þig gæti langað til að lesa eða horfa á.

Hvernig finnurðu biblíuversin?

Vísað er í biblíuvers með því að kynna biblíubókina (A), kaflann (B) og versið eða versin (C). Jóhannes 17:3 vísar til dæmis í Jóhannesarguðspjall, kafla 17 og vers 3.