Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 152

Hús sem vegsamar þig

Hús sem vegsamar þig

(1. Konungabók 8:27; 1. Kroníkubók 29:14)

  1. 1.  Þú skapaðir himnanna himna,

    þín hátign ei rúmast í þeim,

    hvað þá húsi sem við höfum reist?

    Okkur hingað þú safnar heim.

    En fegurð af fólkinu stafar

    sem fetar um dagbjarta braut.

    Eining færir fögnuð bræðralags,

    gleði fellur í okkar skaut.

    (MILLIKAFLI)

    Ekkert eigum við hér

    utan alls sem þú gefur.

    Höfum þegið frá þér allt

    það sem við gefum þér.

    (VIÐLAG)

    Nú þökkum við gjafirnar góðu,

    með glaðlegum ljóðum við lag.

    Okkar von hún varð að veruleik,

    þína vegsemd að sjá í dag.

  2. 2.  Þú um okkar innstu von vissir

    að vandað hús eignuðumst við,

    sem mun mæta þörfum bræðralags,

    starfar það ávallt þér við hlið.

    Við biðjum að bænahús þetta,

    það beini æ sjónum að þér.

    Aftur kröftuglega kunngerum,

    það sem Kristur bauð okkur hér.

    (MILLIKAFLI)

    Gefum Jehóva fús

    tíma okkar og eigur.

    Aðeins hann á það skilið,

    hann sem gaf okkur allt.

    (VIÐLAG)

    Nú þökkum við gjafirnar góðu,

    með glaðlegum ljóðum við lag.

    Okkar von hún varð að veruleik,

    þína vegsemd að sjá í dag.