Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

AÐ HEFJA SAMRÆÐUR

KAFLI 3

Góðvild

Góðvild

Meginregla: „Kærleikurinn er … góðviljaður.“ – 1. Kor. 13:4.

Hvernig fór Jesús að?

1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Jóhannes 9:1–7. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:

  1.    Á hverju byrjaði Jesús – að lækna blinda manninn eða segja honum frá fagnaðarboðskapnum? – Sjá Jóhannes 9:35–38.

  2.   Hvers vegna ætli þessi nálgun Jesú hafi gert manninn móttækilegri fyrir fagnaðarboðskapnum?

Hvað lærum við af Jesú?

2. Fólk er líklegra til að hlusta á boðskapinn ef það finnur að okkur er annt um það.

Líkjum eftir Jesú

3. Sýnum samkennd. Reyndu að ímynda þér hvernig viðmælanda þínum líður.

  1.    Veltu fyrir þér: Hvaða áhyggjur ætli hvíli á honum? Hvað fyndist honum gagnlegt að heyra? Og hvað gæti höfðað til hans? Með þessu móti geturðu sýnt góðvild á eðlilegan og einlægan hátt.

  2.   Þegar þú hlustar ertu að sýna að þú hafir áhuga á því sem er efst í huga viðmælanda þíns. Ekki skipta um umræðuefni þegar fólk segir þér hvernig því er innanbrjósts eða tjáir sig um vandamál sem það er að glíma við.

4. Verum vingjarnleg í tali og sýnum virðingu. Ef þú hefur samkennd með fólki og langar raunverulega til að hjálpa því mun það endurspeglast í tali þínu. Veldu orð þín vandlega og hugsaðu um raddblæinn. Forðastu að segja eitthvað sem gæti verið særandi.

5. Verum hjálpsöm. Vertu vakandi fyrir tækifærum til að rétta fólki hjálparhönd þegar við á. Verk sprottin af góðvild geta rutt brautina að samræðum.