Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

AÐ HEFJA SAMRÆÐUR

KAFLI 4

Auðmýkt

Auðmýkt

Meginregla: ‚Verið auðmjúk og lítið á aðra sem ykkur meiri.‘ – Fil. 2:3.

Hvernig fór Páll að?

1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Postulasöguna 26:2, 3. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:

  1.    Hvernig birtist auðmýkt Páls í því hvernig hann talaði við Agrippu konung?

  2.   Hvernig beindi Páll athyglinni að Jehóva og Ritningunum en ekki sjálfum sér? – Sjá Postulasöguna 26:22.

Hvað lærum við af Páli?

2. Boðskapurinn er meira aðlaðandi þegar við boðum hann af auðmýkt og virðingu.

Líkjum eftir Páli

3. Tölum af virðingu. Ekki láta í það skína að þú vitir allt og viðmælandinn viti ekki neitt.

4. Það þarf að vera ljóst að við byggjum kennslu okkar á Biblíunni. Orð Guðs snertir hjörtu fólks. Þegar við notum Biblíuna erum við að byggja trú þess á réttum grunni.

5. Verum alltaf mild. Ekki reyna að eiga síðasta orðið. Við viljum ekki rífast. Sýndu auðmýkt með því að halda rónni og átta þig á hvenær tímabært er að yfirgefa svæðið. (Orðskv. 17:14; Tít. 3:2) Ef þú svarar mildilega eru meiri líkur á að viðkomandi vilji hlusta á boðskapinn síðar meir.