Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

EFTIRFYLGNI

KAFLI 8

Þolinmæði

Þolinmæði

Meginregla: „Kærleikurinn er þolinmóður.“ – 1. Kor. 13:4.

Hvernig fór Jesús að?

1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Jóhannes 7:3–5 og 1. Korintubréf 15:3, 4, 7. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:

  1.    Hvernig brugðust bræður Jesú við boðskapnum til að byrja með?

  2.   Hvað sýnir að Jesús gafst ekki upp á Jakobi bróður sínum?

Hvað lærum við af Jesú?

2. Við þurfum að vera þolinmóð þar sem fólk þarf mislangan tíma til að átta sig á fagnaðarboðskapnum.

Líkjum eftir Jesú

3. Reynum aðra nálgun. Ekki þrýsta á fólk þó að það samþykki ekki strax biblíunámskeið. Þegar hentugur tími gefst gætirðu notað myndbönd eða greinar til að sýna viðkomanda hvernig biblíunámskeið fer fram og hvernig hann gæti haft gagn af því.

4. Forðumst samanburð. Engir tveir eru eins. Ef einhver í fjölskyldunni eða einstaklingur sem þú heimsækir reglulega hikar við að þiggja biblíunámskeið, eða er ósammála einhverju sem Biblían kennir, skaltu velta fyrir þér hvers vegna svo sé. Er hann tengdur ákveðnum trúarskoðunum tilfinningalegum böndum? Finnur hann fyrir þrýstingi frá ættingjum eða nágrönnum? Gefðu honum tíma til að hugsa um það sem þú hefur sagt og koma auga á gildi þess sem Biblían segir.

5. Biðjum fyrir hinum áhugasama. Biddu Jehóva um hjálp til að vera jákvæður og nærgætinn. Biddu um dómgreind til að vita hvenær tímabært er að hætta að heimsækja einstakling sem sýnir lítinn áhuga. – 1. Kor. 9:26.