Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

VIÐAUKI C

Að halda biblíunámskeið með hjálp bókarinnar Von um bjarta framtíð

Að halda biblíunámskeið með hjálp bókarinnar Von um bjarta framtíð

Einlægar bænir og mikil rannsóknarvinna býr að baki námsgagninu Von um bjarta framtíð. Notaðu eftirfarandi nálgun til að það nýtist sem best þegar þú heldur biblíunámskeið.

Fyrir námsstundina

  1. 1. Undirbúðu þig vel. Hugsaðu um þarfir, kringumstæður og sjónarmið nemanda þíns. Reyndu að sjá fyrir þér hvað gæti vafist fyrir honum eða hverju honum á eftir að finnast erfitt að fara eftir. Hugleiddu hvernig efnið í rammanum „Kannaðu“ gæti nýst nemandanum og gríptu til þess eftir þörfum meðan á náminu stendur.

Í námsstundinni

  1. 2. Farðu með bæn í upphafi og lok hverrar námsstundar ef nemandinn hefur ekkert á móti því.

  2. 3. Gættu þess að tala ekki of mikið. Einbeittu þér að námsefninu og leyfðu nemandanum að tjá sig.

  3. 4. Þegar þú byrjar á nýjum hluta skaltu lesa setninguna sem lýsir umfjöllunarefni þess hluta og skoða síðan nokkur kaflaheiti.

  4. 5. Við lok hvers bókarhluta skaltu fara yfir upprifjunarspurningarnar til að hjálpa nemandanum að muna þau sannindi sem hann hefur lært.

  5. 6. Við yfirferð hvers kafla skaltu:

    1. Lesa meginmálið.

    2. Lesa alla ritningarstaði sem merktir eru „Lesið“.

    3. Lesa aðra ritningarstaði eftir þörfum.

    4. Spila öll myndböndin sem merkt eru „Spilið“ (ef þú hefur aðgang að þeim).

    5. Bera fram allar spurningarnar.

    6. Beina athyglinni að myndunum í hlutanum „Kafaðu dýpra“ og hvetja nemandann til að tjá sig um þær.

    7. Nota rammann „Markmið“ til að hvetja nemandann til að fylgjast með eigin framförum. Hann gæti notað markmiðið sem gefið er upp eða sett sér önnur markmið eða gert bæði.

    8. Spyrja nemandann hvort hann hafi haft ánægju af því að lesa einhverjar af greinunum eða horfa á einhver af myndböndunum í hlutanum „Kannaðu“ þegar hann undirbjó sig fyrir námsstundina.

    9. Reyna að komast yfir heilan kafla í hverri námsstund.

Eftir námsstundina

  1. 7. Haltu áfram að hugsa um nemandann. Biddu Jehóva að blessa hann og hjálpa honum að taka framförum og biddu Jehóva líka að gefa þér visku til að vita hvernig þú getur hjálpað honum.