Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI? Væntingar okkar vegna morgundagsins hafa áhrif á það sem við gerum í dag. Þeim sem gerir sér litlar vonir um bjarta framtíð er til dæmis gjarnt að hugsa sem svo: „Etum . . . og drekkum, því að á morgun deyjum vér.“ (1. Korintubréf 15:32) Þessi hugsunarháttur ýtir gjarnan undir ofát, ofdrykkju og kvíða en það er varla forskrift að sönnum hugarfriði.

Horfurnar væru að vísu slæmar ef framtíðin væri að öllu leyti í höndum manna. Mengun lofts, vatns og jarðvegs er meiri en nokkru sinni fyrr. Hættan á kjarnorkustríði og hryðjuverkaárásum hefur aukist. Sjúkdómar og fátækt er hlutskipti milljarða manna um heim allan. Þrátt fyrir það er rík ástæða til að vera bjartsýnn.

Mennirnir eru að vísu ófærir um að spá með nokkurri vissu um framtíðina. Jehóva Guð segir hins vegar um sjálfan sig: „Ég kunngjörði endalokin frá öndverðu og sagði fyrir fram það, sem eigi var enn fram komið.“ (Jesaja 46:10) Hvað segir Jehóva um framtíð okkar mannanna?

Hvað segir Biblían?

Jehóva leyfir ekki að jörðin eða lífið á jörðinni verði fyrir óbætanlegu tjóni. Því er lofað í Biblíunni að hann ætli að „eyða þeim, sem jörðina eyða“. (Opinberunarbókin 11:18) Þegar þar að kemur lætur hann himneskt ríki sitt taka til hendinni og útrýma illskunni hér á jörð og koma á því ástandi sem hann ætlaðist til í upphafi vega. (1. Mósebók 1:26-31; 2:8, 9; Matteus 6:9, 10) Í eftirfarandi biblíuversum er gefin innsýn í framtíðina og lýst atburðum sem munu bráðlega hafa áhrif á hvern einasta jarðarbúa.

Sálmur 46:9, 10. „Komið, skoðið dáðir Drottins, hversu hann framkvæmir furðuverk á jörðu. Hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar, brýtur bogann, slær af oddinn, brennir skjöldu í eldi.“

Jesaja 35:5, 6. „Þá munu augu hinna blindu upp lúkast og opnast eyru hinna daufu. Þá mun hinn halti létta sér sem hjörtur og tunga hins mállausa fagna lofsyngjandi, því að vatnslindir spretta upp í eyðimörkinni og lækir á öræfunum.“

Jesaja 65:21, 22. „Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta.“

Daníel 2:44. „Guð himnanna [mun] hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annarri þjóð í hendur fengið verða. Það mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu.“

Jóhannes 5:28, 29. „Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust [Jesú] og ganga fram.“

Opinberunarbókin 21:3, 4. „Guð sjálfur mun vera hjá þeim . . . Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“

Hvernig geta svör Biblíunnar veitt okkur sannan hugarfrið?

Í fyrstu gætu þessar lýsingar Biblíunnar virst einum of góðar til að vera sannar. En höfum hugfast að þetta eru ekki loforð manna heldur Guðs. Og sagt er um Jehóva Guð að hann sé „sá er ekki lýgur“. — Títusarbréfið 1:2.

Ef þú lærir að treysta loforðum Guðs og lifa eftir lögum hans geturðu varðveitt hugarfrið við erfiðustu skilyrði. Þá geta stríð, fátækt, sjúkdómar og jafnvel raunir ellinnar og yfirvofandi dauði ekki rænt þig hugarfriði til langs tíma litið. Ástæðan er sú að þú treystir að ríki Guðs eigi eftir að græða öll þessi mein og afleiðingar þeirra.

Hvernig er hægt að eignast von sem þessa? Til þess þarftu að taka „háttaskipti“ og kynnast af eigin raun „hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna“. (Rómverjabréfið 12:2) Eflaust viltu fá fleiri sannanir fyrir því að loforð Biblíunnar séu trúverðug. Það er erfiðisins virði að kynna sér málið. Fátt í lífinu getur veitt þér meiri hugarfrið en það.

[Myndir á blaðsíðu 8, 9]

Hvað segir orð Guðs um framtíðina?

Jesaja 35:5

Jesaja 35:6

Jóhannes 5:28, 29