Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Tekur Guð til sín börn svo að þau geti orðið englar á himnum?

Tekur Guð til sín börn svo að þau geti orðið englar á himnum?

Lesendur spyrja

Tekur Guð til sín börn svo að þau geti orðið englar á himnum?

Þegar barn deyr reyna vinir hinnar syrgjandi fjölskyldu oft að hughreysta hana með því að segja: „Guði hlýtur að hafa vantað annan engil.“ Finnst þér þetta hljóma skynsamlega?

Ef það væri satt að Guð léti börn deyja vegna þess að hann vantaði fleiri engla á himnum myndi það benda til þess að hann væri harðbrjósta, jafnvel grimmur. Biblían segir annað um Guð. (Jobsbók 34:10) Umhyggjusamur faðir myndi ekki hrifsa til sín barn frá foreldrunum einungis til þess að stækka sína eigin fjölskyldu. Jehóva Guð stendur mennskum foreldrum framar þegar kemur að því að sýna umhyggju. Aðaleiginleiki hans er kærleikur. (1. Jóhannesarbréf 4:8) Kærleikur hans myndi aldrei leyfa honum að aðhafast slíkt.

Heldurðu að Guð þarfnist fleiri engla á himnum? Í Biblíunni segir að öll verk Guðs séu fullkomin. (5. Mósebók 32:4) Þegar hann skapaði englana gerði hann það á fullkominn hátt og ekkert vantaði upp á. (Daníel 7:10) Misreiknaði Guð sig í fjölda þeirra engla sem hann þurfti? Það getur ekki verið! Alvaldur Guð gæti ekki gert slík mistök. Að vísu hefur Jehóva valið menn til að vera andaverur á himnum og ríkja með Kristi, en þeir eiga ekki að deyja á barnsaldri. — Opinberunarbókin 5:9, 10.

Það er líka önnur ástæða fyrir því að Jehóva Guð myndi aldrei taka börn frá jörðinni til að verða englar á himnum. Það væri ekki í samræmi við upprunalega fyrirætlun hans með börn. Í Edengarðinum sagði Guð við Adam og Evu: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, gerið ykkur hana undirgefna.“ (1. Mósebók 1:28) Börn eru gjöf frá Guði og ómissandi þáttur í þeirri fyrirætlun hans að fylla jörðina af réttlátu fólki. Það var aldrei ætlun hans að þau lifðu stutta stund á jörðinni og yrðu síðan að andaverum á himnum. Biblían staðfestir að börn séu „gjöf frá Drottni“. (Sálmur 127:3) Myndi Jehóva, Guð kærleikans, taka til baka gjöf sem hann hefur gefið foreldrum? Auðvitað ekki!

Það veldur mikilli sorg, sársauka og kvöl þegar barn deyr. En hvaða von hafa syrgjandi foreldrar? Biblían lofar að Guð muni reisa milljónir manna upp frá dauðum til lífs í paradís hér á jörðu. Sjáðu fyrir þér börn — upprisin í heilbrigðum líkama — sameinuð ástvinum sínum að nýju. (Jóhannes 5:28, 29) Það er vilji Guðs að börn vaxi úr grasi, njóti lífsins, kynnist honum og læri um fyrirætlun hans með jörðina. Börn, sem hafa dáið, eru ekki englar á himnum heldur bíða þess að fá upprisu í paradís á jörð. Þegar þar að kemur munu bæði ungir og aldnir hafa yndi af að tilbiðja Jehóva Guð að eilífu undir ástríkri handleiðslu hans.