Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fræ sannleikans ná til afskekktra svæða

Fræ sannleikans ná til afskekktra svæða

Fræ sannleikans ná til afskekktra svæða

LÝÐVELDIÐ Tuva í Rússlandi er staðsett við suðurjaðar Síberíu. Mongólía liggur fyrir sunnan og austan landið. Margir íbúar Tuva búa í samfélögum sem er erfitt að ná til með fagnaðarerindið. En fyrir nokkru síðan fór hópur af fólki frá afskekktum svæðum Tuva til höfuðborgarinnar Kyzyl til að sækja námskeið. Maria, sem er brautryðjandi í Kyzyl, frétti af komu þeirra og gerði sér grein fyrir að þetta væri einstakt tækifæri til að segja þeim frá fagnaðarerindinu.

María segir frá því sem gerðist: „Í skólanum þar sem ég vinn sem kennari var fyrirhugað að halda námskeið um meðferð fyrir þá sem misnota vímuefni. Búist var við um 50 manns frá fjarlægustu hornum Tuva. Í hópnum voru kennarar, sálfræðingar, fólk sem vinnur að barnavernd og fleiri.“ Fyrir Maríu var þessi fundur gott tækifæri en jafnframt áskorun. Hún útskýrir: „Að eðlisfari er ég feimin og finnst erfitt að vitna óformlega. Ég bað hins vegar Jehóva um hugrekki til þess að yfirstíga óttann og nota tækifærið til að vitna.“ Tókst henni þetta?

María heldur áfram: „Ég fann tölublað af tímaritinu Vaknið! sem fjallaði um fælni. Ég taldi að þetta myndi vekja áhuga sálfræðinga þannig að ég tók blaðið með mér í skólann. Þennan dag kom ein kennslukona, sem sótti námskeiðið, inn á skrifstofuna mína og ég bauð henni tímaritið. Hún tók við því feginshendi. Hún sagði meira að segja að hún væri sjálf með ákveðna fælni. Næsta dag færði ég henni bókina Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 1. bindi. Hún þáði hana með þökkum. Jákvæð viðbrögð hennar fengu mig til að hugsa hvort hinir kennararnir gætu einnig haft áhuga á þessari bók. Ég fór því með fullan kassa af bókinni og öðrum ritum í skólann.“ Kassinn tæmdist fyrr en varði. María segir frá því hvað gerðist: „Nokkrir samstarfsmenn kennarans, sem ég hafði gefið fyrstu bókina, komu inn á skrifstofu mína og spurðu: ‚Hvar eru þeir að dreifa bókunum?‘“ Þeir höfðu sannarlega fundið rétta staðinn.

Síðasti dagur námskeiðsins var laugardagur. Þetta var frídagur Maríu svo hún setti lesefni á nokkur borð á skrifstofunni sinni. Hún skrifaði á töflu: „Kæru kennarar. Þið megið taka lesefni handa ykkur sjálfum og öðrum. Þessi vönduðu rit munu hjálpa ykkur að vera farsæl í starfi og styrkja fjölskyldur ykkar.“ Hver voru viðbrögðin? „Ég fór á skrifstofuna mína sama dag og sá að megnið af lesefninu var horfið. Ég sótti með hraði meiri birgðir af bókum og tímaritum.“ Þegar námskeiðinu var lokið hafði María dreift 380 blöðum, 173 bókum og 34 bæklingum. Þegar þeir sem sóttu námskeiðið fóru aftur til afskekktra svæða, þar sem þeir bjuggu og störfuðu, fór lesefnið með þeim. María sagði: „Ég er svo ánægð að fræ sannleikans hafi nú náð til afskekktustu svæða Tuva.“ — Préd. 11:6.

[Kort á blaðsíðu 32]

(Sjá uppraðaðann texta í blaðinu)

RÚSSLAND

LÝÐVELDIÐ TUVA