Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þau fundu falinn fjársjóð

Þau fundu falinn fjársjóð

Þau fundu falinn fjársjóð

HEFUR þú einhvern tíma fundið falinn fjársjóð á ólíklegum stað? Ivo Laud gerði það hinn 27. mars 2005. Ivo er vottur Jehóva í Eistlandi og var að hjálpa fullorðinni trúsystur, Ölmu Vardja, að rífa gamlan skúr. Þegar þau rifu útvegginn tóku þau eftir því að það var fjöl fyrir einum burðarstólpanum. Þau fjarlægðu hana og fundu þá hólf í stólpanum. Hólfið var um 1,2 metrar á lengd og 10 sentímetrar á breidd og dýpt. Því var lokað með fjölinni. (1) Þar var falinn fjársjóður. Hvaða fjársjóður var þetta og hver faldi hann þar?

Í hólfinu voru nokkrir pakkar vandlega vafðir inn í umbúðapappír. (2) Í pökkunum voru rit Votta Jehóva, aðallega námsgreinar úr Varðturninum, sumar frá árinu 1947. (3) Ritin voru vandlega handskrifuð á eistnesku. Í sumum pökkunum var hægt að sjá vísbendingar um hver hafði falið þá. Þetta voru skrár um yfirheyrslur yfir Villem Vardja, eiginmanni Ölmu. Þarna voru líka upplýsingar um árin sem hann sat í fangelsi. En hvers vegna hafði hann verið í fangelsi?

Villem Vardja gengdi ábyrgðarstöðu í söfnuði Votta Jehóva í Tartu og síðar í Otepää í Eistlandi sem tilheyrði þá Sovétríkjunum. Hann mun hafa kynnst sannleikanum einhvern tíma fyrir seinni heimsstyrjöldina. Fáeinum árum síðar, hinn 24. desember 1948, handtóku kommúnistar bróður Vardja fyrir trúarstarfsemi. Leynilögreglan yfirheyrði hann og misþyrmdi honum til að reyna að fá hann til að gefa upp nöfn trúbræðra. Hann var dæmdur til tíu ára fangabúðavistar í Rússlandi án þess að fá tækifæri til að verja sig fyrir rétti.

Villem Vardja var trúfastur Jehóva allt til dauða en hann lést 6. mars árið 1990. Konan hans vissi ekkert af ritunum í skúrnum. Hann hefur eflaust ekki látið hana vita af þeim til að vernda hana ef hún yrði yfirheyrð. En hvers vegna þurfti hann að fela ritin? Hann faldi þau vegna þess að sovéska leyniþjónustan, KGB, gerði oft óvænta húsleit hjá vottum Jehóva í leit að trúarritum. Bróðir Vardja hefur að öllum líkindum falið ritin til að tryggja það að trúbræður gætu fengið andlega næringu ef KGB skyldi hirða allt annað. Aðrir felustaðir höfðu fundist sumarið 1990. Einn þeirra var í Tartu í suðurhluta Eistlands. Villem Vardja hafði líka falið ritin sem fundust þar.

Af hverju köllum við þessi rit fjársjóð? Af því að þessi vandlega handskrifuðu og vel földu eintök eru talandi dæmi um það hve mikils vottarnir mátu andlegu fæðuna sem bauðst á þeim tíma. (Matt. 24:45) Kannt þú að meta þau rit sem þú hefur aðgang að núna? Meðal þeirra eru Varðturninn sem er gefinn út á eistnesku og meira en 170 tungumálum til viðbótar.