Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

2. ranghugmynd: vondir menn þjást í helvíti

2. ranghugmynd: vondir menn þjást í helvíti

Hvaðan er þessi hugmynd komin?

„Af öllum grískum heimspekingum til forna hefur Platón haft mest áhrif á hefðbundnar hugmyndir manna um helvíti.“ — Georges Minois. Histoire des enfers (Saga helvítis), bls. 50.

„Frá því um miðbik annarrar aldar e.Kr. þótti kristnum mönnum, sem höfðu fengið einhverja menntun í grískri heimspeki, að þeir þyrftu að tjá trúna með orðfæri hennar . . . Platónisminn [kenningar Platóns] var sú heimspeki sem hentaði þeim best.“ − The New Encyclopædia Britannica (1988), 25. bindi, bls. 890.

„Kenning kirkjunnar staðfestir að helvíti sé til og sé eilíft. Sálir þeirra sem deyja sekir um dauðasynd stíga niður til helvítis strax eftir dauðann og hljóta þar hegningu vítis, eilífan eld. Aðalrefsingin í helvíti er fólgin í því að vera aðskilinn frá Guði að eilífu.“ − Catechism of the Catholic Church (1994), bls. 270.

Hvað segir í Biblíunni?

„Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt . . . í dánarheimum, þangað sem þú ferð, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ − Prédikarinn 9:5, 10.

Hvað má ráða af þessum ritningarstað? Hvað verður um þá sem deyja? Þjást þeir í dánarheimum til að friðþægja fyrir syndir sínar? Nei, þeir „vita ekki neitt“. Það var þess vegna sem ættfaðirinn Job bað til Guðs meðan hann var sárþjáður af alvarlegum sjúkdómi: „Ó að þú vildir geyma mig í dánarheimum.“ (Job. 14:13, Biblían 1981) Varla hefði verið mikið vit í að biðja þannig ef dánarheimar væru staður eilífra kvala. Dánarheimar eru einfaldlega gröfin þar sem öll starfsemi er á enda.

Er þetta ekki rökrétt skýring á því hvað dánarheimar séu, skýring sem kemur heim og saman við Biblíuna? Er hægt að hugsa sér svo alvarlegan glæp að Guð kærleikans refsi manni fyrir hann að eilífu? (1. Jóhannesarbréf 4:8) En ef það er rangt að helvíti sé til, hvað þá um himininn?

Berðu saman eftirfarandi biblíuvers: Sálm 146:3, 4; Postulasöguna 2:25-27; Rómverjabréfið 6:7, 23.

STAÐREYND:

Guð refsar ekki fólki með því að senda það til helvítis.