Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

6. ranghugmynd: Guð leyfir að notuð séu líkneski og helgimyndir við tilbeiðslu

6. ranghugmynd: Guð leyfir að notuð séu líkneski og helgimyndir við tilbeiðslu

Hvaðan er þessi hugmynd komin?

„Líkneski voru óþekkt í guðsdýrkun frumkristinna manna ... Líkneski voru tekin inn í kirkjuna á fjórðu og fimmtu öld. Það var réttlætt með þeirri kenningu að fáfróðir lærðu staðreyndir kristninnar betur af þeim en af prédikunum eða bókum.“ – McClintock og Strong. Cyclopedia of Biblical, Theological, and Ecclesiastical Literature, 4. bindi, bls. 503 og 504.

Hvað segir í Biblíunni?

„Þú skalt hvorki gera þér líkneski né neina eftirlíkingu af því sem er á himnum uppi eða því sem er á jörðu niðri eða í hafinu undir jörðinni. Þú skalt hvorki falla fram fyrir þeim né dýrka þau.“ (2. Mósebók 20:4, 5) Jóhannes postuli skrifaði í bréfi til kristinna manna á fyrstu öld: „Börnin mín, gætið yðar fyrir skurðgoðunum.“ – 1. Jóhannesarbréf 5:21 Biblían 1981.

Eru líkneski aðeins leið til að nálgast og heiðra það sem þau tákna og standa fyrir, eins og kirkjunnar menn halda fram? „Hugsanlegt er að í fyrstu hafi líkneski fyrst og fremst haft fræðslugildi og verið til skrauts; þau voru í það minnsta réttlætt á þeim forsendum. Það verður þó að játa að fljótlega var farið að dýrka þau, ekki síst helgimyndirnar sem urðu áberandi í rétttrúnaðarkirkjunni í austri.“ (The Encyclopedia of Religion) Jesaja spámaður spurði hins vegar og það með réttu: „Við hvern ætlið þér að líkja Guði og hvað viljið þér taka til jafns við hann?“ – Jesaja 40:18.

Berðu saman þessi biblíuvers: Jesaja 44:13-19; Postulasöguna 10:25, 26; 17:29; 2. Korintubréf 5:7.

STAÐREYND:

Guð leyfir ekki að notuð séu líkneski og helgimyndir við tilbeiðslu.

HAFNAÐU RANGHUGMYNDUM, HALTU ÞIG VIÐ SANNLEIKANN

Hvaða ályktun má draga af þessu stutta yfirliti yfir ýmsar ranghugmyndir sem enn eru kenndar hjá mörgum kirkjufélögum? Þetta eru „uppspunnar skröksögur“ sem eiga ekkert skylt við einfaldan og hughreystandi sannleika Biblíunnar. – 2. Pétursbréf 1:16.

Þú getur því óhikað borið það sem þér hefur verið kennt saman við Biblíuna sem er uppspretta sannleikans. (Jóhannes 17:17) Þá færðu að sannreyna það fyrirheit að þú fáir að ,þekkja sannleikann og sannleikurinn muni gera þig frjálsan‘. – Jóhannes 8:32.