Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vissir þú?

Vissir þú?

Vissir þú?

Hvað hafði Páll postuli í huga þegar hann talaði um „sigurför“?

Páll skrifaði: „[Guð] fer með mig í óslitinni sigurför Krists og lætur mig alls staðar breiða út þekkinguna um sig eins og þekkan ilm. Því að Guði til dýrðar er ég ilmur sem flyt Krist bæði til þeirra sem frelsast og til þeirra sem glatast. Þeim sem glatast er ég banvænn daunn til dauða, hinum lífgandi ilmur til lífs.“ — 2. Kor. 2:14-16.

Páll vísar hér til þess siðar hjá Rómverjum að fara í skrúðgöngu til heiðurs hershöfðingja sem hafði yfirbugað óvini ríkisins. Þá voru bæði stríðsfangarnir og herfangið haft til sýnis og naut voru leidd til fórnarstaðar meðan almenningur fagnaði hinum sigursæla hershöfðingja og liði hans. Að skrúðgöngunni lokinni var nautunum fórnað og margir af föngunum sennilega líflátnir.

Í orðunum ,ilmur sem flytur Krist til þeirra sem frelsast og til þeirra sem glatast‘ eru fólgin myndhvörf sem eru „sennilega sótt í þann sið Rómverja að brenna reykelsi meðfram leiðinni sem skrúðgangan fór“. Þetta kemur fram í The International Standard Bible Encyclopedia. „Ilmurinn, sem táknaði sigur fyrir sigurvegarana, minnti bandingjana á dauðann sem líklega beið þeirra.“ *

[Neðanmáls]

^ gr. 5 Nánari skýringu á andlegu merkingunni að baki myndmálinu, sem Páll notar, má finna í Varðturninum (enskri útgáfu) 15. nóvember 1990, bls. 27.