Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Góð ástæða til að kynna sér Biblíuna

Góð ástæða til að kynna sér Biblíuna

Kynntu þér orð Guðs

Góð ástæða til að kynna sér Biblíuna

Þessi grein fjallar um spurningar sem þú gætir hafa spurt þig og sýnir hvar svörin er að finna í Biblíunni. Vottar Jehóva myndu með ánægju ræða við þig um svörin.

1. Hvers vegna ættirðu að kynna þér Biblíuna?

Guð hefur góðar fréttir að færa um betra ástand fyrir allt mannkyn. Hann segir okkur frá þeim á síðum Biblíunnar. Biblían er eins og bréf til okkar frá kærleiksríkum föður á himnum. — Lestu Jeremía 29:11.

2. Hverjar eru þessar góðu fréttir?

Menn þurfa góða stjórn. Hingað til hefur engri stjórn manna tekist að losa mannkynið undan ofbeldi, óréttlæti, sjúkdómum eða dauða. En góðu fréttirnar eru þær að Guð ætlar að setja trausta stjórn yfir mannkynið. Hún mun frelsa það undan öllu sem veldur þjáningum. — Lestu Daníel 2:44.

3. Hvers vegna er mikilvægt að kynna sér Biblíuna?

Guð mun bráðum fjarlægja þá sem valda öðrum mönnum þjáningum. Þangað til fá milljónir auðmjúkra manna kennslu frá honum. Þeir taka upp nýja lífsstefnu sem bætir líf þeirra og byggist á kærleika. Orð Guðs kennir fólki að takast á við vandamál, finna sanna hamingju og vera Guði velþóknanlegt. — Lestu Sefanía 2:3.

4. Hver er höfundur Biblíunnar?

Biblían er safn 66 lítilla bóka. Um það bil 40 menn rituðu þær. Móse ritaði fyrstu fimm bækurnar fyrir um 3.500 árum og Jóhannes postuli þá síðustu fyrir rúmlega 1.900 árum. En biblíuritararnir skráðu hugsanir Guðs, ekki sínar eigin. Þess vegna er Guð höfundur Biblíunnar. — Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:16; 2. Pétursbréf 1:21.

Við vitum að Biblían er frá Guði komin vegna þess að hún segir framtíðina fyrir í smáatriðum. Enginn maður getur gert það. (Jesaja 46:9, 10) Þar að auki ber Biblían greinileg merki um kærleiksríkan persónuleika Guðs. Hún veitir fólki líka kraft til að breyta lífi sínu til hins betra. Þetta hefur sannfært milljónir manna um að Biblían sé orð Guðs. — Lestu Jósúabók 23:14; 1. Þessaloníkubréf 2:13.

5. Hvernig geturðu skilið Biblíuna?

Jesús varð frægur fyrir að kenna orð Guðs. Þótt flestir sem hann talaði við könnuðust við Biblíuna, þurftu þeir samt aðstoð við að skilja hana. Jesús hjálpaði þeim með því að vitna í einn ritningarstað á fætur öðrum og útskýra þá þannig að áheyrendurnir „skildu ritningarnar“. Í greinaröðinni „Kynntu þér orð Guðs“ verður notuð svipuð aðferð. — Lestu Lúkas 24:27, 45.

Fátt er jafn heillandi og að fá kennslu frá Guði um tilgang lífsins. En sumir gætu verið óánægðir með að þú skulir vera að lesa Biblíuna. Láttu það ekki hindra þig. Eilíf framtíð þín er háð því að þú kynnist Guði. — Lestu Matteus 5:10-12; Jóhannes 17:3.

Nánari upplýsingar er að finna í 2. kafla þessarar bókar Hvað kennir Biblían? sem er gefin út af Vottum Jehóva.