Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vissir þú?

Vissir þú?

Vissir þú?

Í hvers konar húsi er hugsanlegt að Abram (Abraham) hafi búið?

Abram bjó ásamt konu sinni í blómlegri borg sem hét Úr og var í Kaldeu. Að boði Guðs yfirgáfu þau borgina og bjuggu í tjöldum eftir það. (1. Mós. 11:31; 13:12) Það hafði ýmsar breytingar í för með sér fyrir þau. Hverju ætli þau hafi þurft að fórna?

Borgin Úr stóð þar sem nú er Írak en Leonard Woolley stundaði það fornleifauppgröft á árunum 1922 til 1934. Hann fann þar hvorki meira né minna en 73 tígulsteinshús, auk annarra bygginga. Mörg húsanna voru byggð kringum hellulagðan húsagarð með svolitlum vatnshalla inn að miðju en þar var niðurfall. Í stærri húsum voru gestaherbergi með salerni. Á jarðhæð voru eldhús með eldstæðum og svefnherbergi þræla. Stigi lá upp á efri hæðina þar sem fjölskyldan bjó. Með fram efri hæðinni allri voru svalir úr tré sem sneru inn að húsagarðinum og af þeim var innangengt í öll herbergin.

„Hús . . . með hellulögðum húsagarði, hvítkölkuðum veggjum, frárennsli . . . og tíu eða fleiri herbergjum benda til mikillar velmegunar,“ skrifaði Woolley. „Og þetta eru hús . . . miðstéttarinnar, verslunarmanna, smákaupmanna, ritara og svo framvegis.“