Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ertu undirbúinn fyrir mikilvægasta dag ársins?

Ertu undirbúinn fyrir mikilvægasta dag ársins?

Ertu undirbúinn fyrir mikilvægasta dag ársins?

NOKKRUM klukkutímum áður en Jesús lést stofnaði hann til sérstakrar hátíðar til að fylgjendur hans gætu minnst dauða hans. Þessi minningarathöfn varð síðar meir þekkt sem „kvöldmáltíð Drottins“ eða „síðasta kvöldmáltíðin“. (1. Korintubréf 11:20, 25) Til að sýna fram á hve mikilvægur þessi atburður var sagði hann: „Gerið þetta í mína minningu.“ (Lúkas 22:19) Langar þig til að hlýða þessu boði Jesú? Ef svo er þá er dagurinn, þegar minningarhátíðin um dauða Jesú er haldinn, mikilvægasti dagur ársins.

En hvenær áttu að minnast þessa viðburðar? Og hvernig geturðu verið viss um að þú skiljir að fullu merkingu hátíðarinnar? Þetta eru spurningar sem hver kristinn maður ætti að hugleiða gaumgæfilega.

Hve oft?

Mikilvægra atburða er yfirleitt minnst einu sinni á ári. Sem dæmi má nefna að árásirnar á tvíburaturnana 11. september 2001 og hörmungarnar sem fylgdu í kjölfarið eru stöðugt í huga New York-búa og þeirra sem misstu ástvini á þessum degi. Þegar dagurinn rennur upp ár hvert er minningin þó sérstaklega skýr í hugum þeirra.

Mikilvægra atburða var einnig minnst árlega á tímum Biblíunnar. (Esterarbók 9:21, 27) Jehóva fyrirskipaði Ísraelsmönnum að minnast þess árlega með hátíðarhöldum að þeir voru frelsaðir úr ánauð í Egyptalandi. Í Biblíunni voru þessi hátíðarhöld kölluð páskar og Ísraelsmenn héldu þá einu sinni á ári, nákvæmlega á þeim degi sem þeir voru frelsaðir. — 2. Mósebók 12:24-27; 13:10.

Jesús hafði nýlokið við að halda páska með postulunum þegar hann stofnaði til minningarmáltíðar um dauða sinn. Hún varð fyrirmynd að því hvernig átti að minnast dauða hans. (Lúkas 22:7-20) Páskarnir voru haldnir árlega. Því er hægt að draga þá ályktun að þessa nýju hátíð, sem kom í stað páskanna, eigi að halda einu sinni á ári. En á hvaða degi?

Hvenær?

Til að svara því verðum við að hafa tvennt í huga varðandi tímatal til forna. Í fyrsta lagi byrjaði nýr dagur að kvöldi, við sólarlag, og endaði við sólarlag daginn eftir. Dagur var því talinn frá kvöldi til kvölds. — 3. Mósebók 23:32.

Í öðru lagi notuðust Gyðingar ekki við sams konar tímatal og við gerum núna. Í Biblíunni er talað um mánuðina adar og nísan en við notum nöfnin mars og apríl. (Esterarbók 3:7) Hjá Gyðingum byrjaði hver mánuður við nýtt tungl og endaði á næsta nýja tungli. Þeir héldu páska á fjórtánda degi fyrsta mánaðarins sem hét nísan. (3. Mósebók 23:5; 4. Mósebók 28:16) Þennan sama dag, 14. nísan, staurfestu Rómverjar Jesú Krist. Hann dó 1.545 árum eftir að fyrsta páskamáltíðin var haldin. Fjórtándi nísan er sannarlega sérstakur dagur.

En hvaða dagsetning á okkar dagatali samsvarar 14. nísan? Með einföldum útreikningum er hægt að finna það út. Fyrsti nísan hefst þegar nýtt tungl er sýnilegt í Jerúsalem við sólsetur næst jafndægrum á vori. Fjórtán dögum síðar er 14. nísan. Þessa dagsetningu ber yfirleitt upp þegar tungl er fullt. Með því að nota þessa biblíulegu aðferð getum við séð að 14. nísan í ár, 2011, hefst við sólarlag sunnudaginn 17. apríl. *

Á þessu ári búa vottar Jehóva sig því undir að safnast saman ásamt öllum þeim sem vilja minnast dauða Jesú og þú ert líka hjartanlega velkominn. Hafðu samband við votta Jehóva þar sem þú býrð til að fá að vita um stað og stund. Minningarhátíðin verður ekki haldin að morgni dags né eftir hádegi heldur að kvöldi eftir sólsetur. Hvers vegna? Vegna þess að samkvæmt frásögn Biblíunnar á þetta að vera kvöldmáltíð. (1. Korintubréf 11:25) Árlega minningarhátíð um dauða Jesú ber núna upp á sunnudagskvöldið 17. apríl en þá eru liðin 1.978 ár frá því að Jesús stofnaði til þessarar minningarathafnar. Þá gengur líka í garð 14. nísan, dagurinn sem Jesús dó. Er til betri dagur til að minnast dauða hans?

Undirbúðu þig

Hvað geturðu gert til að búa þig undir þennan árlega viðburð? Þú getur til dæmis hugleitt hvað Jesús hefur gert fyrir okkur. Bókin Hvað kennir Biblían? * hefur leitt milljónum manna fyrir sjónir hvaða þýðingu dauði Jesú hefur. — Matteus 20:28.

Annað sem þú getur gert til að undirbúa huga og hjarta fyrir minningarhátíðina er að lesa um það sem gerðist dagana fram að því að Jesús var tekinn af lífi. Á næstu blaðsíðum er tafla þér til aðstoðar. Í fyrsta dálkinum eru dagsetningar bæði samkvæmt því dagatali sem við notum og því sem var notað á tímum Biblíunnar. Annar dálkur lýsir í stuttu máli því sem gerðist og sá þriðji hvar hægt sé að lesa um atburðina í guðspjöllunum og í bókinni Mesta mikilmenni sem lifað hefur. *

Hvernig væri að taka sér tíma til að lesa þó ekki væri nema suma af ritningartextunum sem lýsa aðdragandanum að kvöldmáltíð Drottins? Þá geturðu verið undirbúinn fyrir mikilvægasta dag ársins.

[Neðanmáls]

^ gr. 11 Það er ekki víst að þennan dag beri upp á sama dag og Gyðingar nú á dögum halda páska. Hvers vegna ekki? Nú á tímum halda flestir Gyðingar páska 15. nísan í þeirri trú að fyrirmælin í 2. Mósebók 12:6 eigi við þann dag. (Sjá Varðturninn 1. mars 1990, bls. 12.) En Jesús hélt páska 14. nísan eins og sagt var til um í Móselögmálinu. Nánari upplýsingar um hvernig á að reikna út þessa dagsetningu er að finna í Varðturninum (á ensku) 15. júní 1977, bls. 383-384.

^ gr. 14 Gefin út af Vottum Jehóva. Sjá bls. 47-56, 206-208. Þú getur lesið þessa bók á vefsvæðinu www.watchtower.org.

^ gr. 15 Gefin út af Vottum Jehóva.

[Innskot á bls. 22]

Minnumst dauða Jesú sunnudaginn 17. apríl 2011

[Tafla/​myndir á bls. 23, 24]

(Sjá uppsettan texta í ritinu)

SÍÐASTA VIKAN

2011 þriðjud. 12. apríl

Hvíldardagur.

Jóhannes 11:55–12:1

gt 101, gr. 2-4 *

9. NÍSAN (Hefst við sólarlag)

Á tímum Biblíunnar hófst nýr dagur að kvöldi við sólarlag og lauk við sólarlag næsta dag.

▪ Veisla í húsi Símonar líkþráa.

▪ María smyr Jesú með ilmolíu.

▪ Gyðingar koma að heimsækja Jesú og Lasarus.

Matteus 26:6-13

Markús 14:3-9

Jóhannes 12:2-11

gt 101, gr. 5-9

2011 miðvikud. 13. apríl

Sigurför inn í Jerúsalem.

▪ Kennir í musterinu.

Matteus 21:1-11, 14-17

Markús 11:1-11

Lúkas 19:29-44

Jóhannes 12:12-19

gt 102

10. NÍSAN (Hefst við sólarlag.)

▪ Gistir í Betaníu.

2011 fimmtud. 14. apríl

▪ Fer snemma dags til Jerúsalem.

▪ Rekur víxlara og aðra út úr musterinu.

▪ Jehóva talar af himnum.

Matteus 21:12, 13, 18, 19

Markús 11:12-19

Lúkas 19:45-48

Jóhannes 12:20-50

gt 103, 104

11. NÍSAN (Hefst við sólarlag.)

2011 föstud. 15. apríl

▪ Kennir með dæmisögum í musterinu.

▪ Fordæmir faríseana.

▪ Tekur eftir framlagi ekkjunnar.

▪ Spáir falli Jerúsalem.

▪ Lýsir tákninu um nærveru sína í framtíðinni.

Matteus 21:19–25:46

Markús 11:20–13:37

Lúkas 20:1–21:38

gt 105 til 112, gr. 1

12. NÍSAN (Hefst við sólarlag.)

2011 laugard. 16. apríl

▪ Rólegur dagur með lærisveinunum í Betaníu.

▪ Júdas skipuleggur svik.

Matteus 26:1-5, 14-16

Markús 14:1, 2, 10, 11

Lúkas 22:1-6

gt 112, gr. 2-4

13. NÍSAN (Hefst við sólarlag.)

2011 sunnud. 17. apríl

▪ Pétur og Jóhannes undirbúa páskana.

▪ Jesús og tíu aðrir postular mæta síðla dags.

Matteus 26:17-19

Markús 14:12-16

Lúkas 22:7-13

gt 112, gr. 5 til 113, gr. 1

14. NÍSAN (Hefst við sólarlag.)

▪ Heldur páska.

▪ Þvær fætur postulanna.

▪ Sendir Júdas burt.

▪ Stofnar til minningarhátíðarinnar um dauða sinn.

Matteus 26:20-35

Markús 14:17-31

Lúkas 22:14-38

Jóhannes 13:1–17:26

gt 113, gr. 2 og út 116

miðnætti

2011 mánud. 18. apríl

Svikinn og tekinn fastur í Getsemanegarðinum.

▪ Postularnir flýja.

▪ Æðstu prestarnir og æðstaráðið rétta yfir Jesú.

▪ Pétur afneitar Jesú.

Matteus 26:36-75

Markús 14:32-72

Lúkas 22:39-62

Jóhannes 18:1-27

gt 117 og út 120

▪ Frammi fyrir æðstaráðinu á ný.

▪ Til Pílatusar, til Heródesar og svo aftur til Pílatusar.

▪ Dæmdur til dauða og staurfestur.

▪ Deyr um þrjúleytið síðdegis.

▪ Lík Jesú borið til grafar.

Matteus 27:1-61

Markús 15:1-47

Lúkas 22:63–23:56

Jóhannes 18:28-40

gt 121 til 127, gr. 7

15. NÍSAN (Hefst við sólarlag.)

▪ Hvíldardagur.

2011 þriðjud. 19. apríl

▪ Pílatus fellst á að láta vakta gröf Jesú.

Matteus 27:62-66

gt 127, gr. 8-9

16. NÍSAN (Hefst við sólarlag.)

Markús 16:1

2011 miðvikud. 20. apríl

▪ Reistur upp frá dauðum.

▪ Birtist lærisveinunum.

Matteus 28:1-15

Markús 16:2-8

Lúkas 24:1-49

Jóhannes 20:1-25

gt 127, gr. 10 til 129, gr. 10

[Neðanmáls]

^ gr. 29 Númerin á listanum vísa til kafla í bókinni Mesta mikilmenni sem lifað hefur (gt). Bókin er gefin út af Vottum Jehóva.