Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

1. Jarðskjálftar

1. Jarðskjálftar

1. Jarðskjálftar

„Þá verða landskjálftar miklir.“ — LÚKAS 21:11.

● Winnie, 16 mánaða stúlku, er bjargað úr rústum á Haítí. Sjónvarpsfréttamenn, sem voru að flytja fréttir af hörmungunum, heyrðu veikan grát hennar. Hún lifir af jarðskjálftann en foreldrar hennar ekki.

HVER ER VERULEIKINN? Meira en 300.000 manns fórust þegar jarðskjálfti, sem var 7,0 stig á Richterkvarða, skók Haítí í janúar 2010. Auk þess urðu 1,3 milljónir manna heimilislausar í einni svipan. Þótt skjálftinn á Haítí hafi verið öflugur var hann ekkert einsdæmi. Að minnsta kosti 18 stórir skjálftar mældust víða um heim frá apríl 2009 til apríl 2010.

HVAÐ SEGJA SUMIR? Jarðskjálftum hefur ekkert fjölgað. En vegna tækniframfara vitum við miklu betur af þeim en fólk gerði hér áður fyrr.

EIGA ORÐ ÞEIRRA VIÐ RÖK AÐ STYÐJAST? Hugleiddu þetta: Biblían talar ekki um hversu margir jarðskjálftar yrðu á síðustu dögum. Hún segir hins vegar að „landskjálftar miklir“ yrðu „á ýmsum stöðum“. Þeir yrðu því áberandi tákn þessa þýðingarmikla tímabils mannkynssögunnar. — Markús 13:8; Lúkas 21:11.

HVAÐ HELDUR ÞÚ? Hafa orðið stórir jarðskjálftar á ýmsum stöðum eins og spáð var í Biblíunni?

Jarðskjálftar einir sér virðast kannski ekki vera næg sönnun fyrir því að við lifum á síðustu dögum. En þeir eru uppfylling á aðeins einum spádómi. Lítum á annan spádóm.

[Innskot á bls. 4]

„Við [jarðeðlisfræðingar] köllum þá stóra skjálfta. Allir aðrir kalla þá hamfarir.“ — KEN HUDNUT, JARÐFRÆÐISTOFNUN BANDARÍKJANNA.

[Rétthafi myndar á bls. 4]

© William Daniels/Panos Pictures