Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

2. Hungur

2. Hungur

2. Hungur

„Þá verður hungur.“ — MATTEUS 24:7.

● Maður nokkur kemur í þorpið Quaratadji í Níger í von um að fá mat. Yngri systkini hans og frændfólk hafa einnig reynt að flýja hungursneyðina. Þau eru komin langt að. Samt liggur maðurinn einn á mottu á jörðinni. Af hverju er hann einn? Þorpshöfðinginn Sidi segir: „Hann getur ekki séð [fjölskyldu sinni] fyrir mat og þolir ekki lengur að horfa upp á hana þjást af hungri.“

HVER ER VERULEIKINN? Næstum sjöundi hver jarðarbúi fær ekki nóg að borða. Í löndunum sunnan Sahara er ástandið enn verra. Þar er þriðji hver íbúi vannærður. Sjáðu fyrir þér þriggja manna fjölskyldu. Hvert þeirra á að svelta ef maturinn dugir aðeins handa tveimur? Faðirinn? Móðirin? Eða barnið? Margar fjölskyldur þurfa daglega að taka slíka ákvörðun.

HVAÐ SEGJA SUMIR? Jörðin gefur af sér meira en nóg til að brauðfæða alla. Það þarf bara að hafa betri umsjón með auðlindum hennar.

EIGA ORÐ ÞEIRRA VIÐ RÖK AÐ STYÐJAST? Satt er það að bændur geta framleitt og flutt milli staða meiri matvæli en nokkru sinni fyrr. Og stjórnvöld ættu að geta dreift því sem jörðin gefur af sér til að seðja hungur allra. En þeim hefur samt ekki tekist það þrátt fyrir að það hafi verið reynt í marga áratugi.

HVAÐ HELDUR ÞÚ? Eru orðin í Matteusi 24:7 að rætast? Er hungur útbreitt vandamál þótt miklar tækniframfarir hafi átt sér stað?

Jarðskjálftar og hungur eru oft undanfari erfiðleika sem uppfylla annan spádóm um síðustu daga.

[Innskot á bls. 5]

„Meira en þriðjungur barna, sem deyja af völdum lungnabólgu, niðurgangspesta og annarra sjúkdóma, hefðu getað haldið lífi hefðu þau ekki verið vannærð.“ — ANN M. VENEMAN, FYRRVERANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI BARNAHJÁLPAR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA.

[Rétthafi myndar á bls. 5]

© Paul Lowe/Panos Pictures