Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Betri tímar rétt fram undan

Betri tímar rétt fram undan

Betri tímar rétt fram undan

„Innan stundar er hinn óguðlegi horfinn . . . En hinir hógværu fá landið til eignar og gleðjast yfir miklu gengi.“ — SÁLMUR 37:10, 11.

LANGAR þig ekki til að sjá spádóminn hér að ofan rætast? Það er full ástæða til að trúa því að hann geri það bráðum.

Í greinunum á undan var rætt um nokkra biblíuspádóma sem gefa skýrt til kynna að við lifum á „síðustu dögum“. (2. Tímóteusarbréf 3:1-5) Guð blés riturum Biblíunnar í brjóst að segja þessa atburði fyrir svo að við héldum í vonina. (Rómverjabréfið 15:4) Uppfylling þessara spádóma þýðir að erfiðleikarnir, sem við glímum við, heyra brátt sögunni til.

Hvað gerist þegar síðustu dögum lýkur? Ríki Guðs fer þá með stjórnina yfir allri jörðinni. (Matteus 6:9, 10) Skoðum nánar hvernig Biblían lýsir aðstæðum hér á jörðinni þá:

Engan mun hungra framar. „Gnóttir korns verði í landinu, bylgist það á fjallatindunum.“ — Sálmur 72:16.

Sjúkdómum verður útrýmt. „Enginn borgarbúi mun segja: ,Ég er veikur.‘“ — Jesaja 33:24.

Jörðin mun endurnýjast. „Eyðimörkin og skrælnað landið gleðjist, öræfin fagni og blómstri.“ — Jesaja 35:1.

Þetta er aðeins örlítið brot af þeim fjölmörgu biblíuspádómum sem uppfyllast innan tíðar. Við hvetjum þig til að kynna þér nánar af hverju hægt sé að treysta því að betri tímar séu rétt fram undan. Vottar Jehóva eru reiðubúnir að aðstoða þig við það.