Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Af hverju leyfir Guð þjáningar og illsku?

Af hverju leyfir Guð þjáningar og illsku?

Kynntu þér orð guðs

Af hverju leyfir Guð þjáningar og illsku?

Þessi grein fjallar um spurningar sem þú gætir hafa spurt þig og sýnir hvar svörin er að finna í Biblíunni. Vottar Jehóva myndu með ánægju ræða við þig um svörin.

1. Hvernig byrjaði illskan?

Illskan kom í heiminn þegar Satan laug í fyrsta sinn. Satan var ekki illur þegar hann var skapaður. Hann var fullkominn engill en var „ekki staðfastur í sannleikanum“. (Jóhannes 8:44, Biblían 1859) Hann ól með sér löngun eftir tilbeiðslu sem réttilega tilheyrir Guði einum. Satan laug að Evu, fyrstu konunni, og hvatti hana til að hlýða sér í stað þess að hlýða Guði. Adam fylgdi Evu eftir og óhlýðnaðist Guði. Ákvörðun Adams hafði þjáningar og dauða í för með sér. — Lestu 1. Mósebók 3:1-6, 17-19.

Þegar Satan tældi Evu til að óhlýðnast Guði var hann að gera uppreisn gegn drottinvaldi hans. Meirihluti mannkyns hefur sameinast Satan um að hafna Guði sem stjórnanda. Satan hefur þar með orðið „höfðingi heimsins“. — Lestu Jóhannes 14:30; Opinberunarbókina 12:9.

2. Var sköpunarverkið gallað?

Mennirnir og englarnir, sem Guð skapaði, voru fullkomlega hæfir til að hlýða kröfum hans. (5. Mósebók 32:5) Guð skapaði okkur þannig að við gætum valið að gera annaðhvort gott eða illt. Við getum notað þetta frelsi til að sýna að við elskum Guð. — Lestu Jakobsbréfið 1:13-15; 1. Jóhannesarbréf 5:3.

3. Af hverju hefur Guð leyft þjáningar?

Fram að þessu hefur Jehóva umborið uppreisn gegn drottinvaldi sínu. Hann gerir það til að sýna að enginn nema hann getur stjórnað mönnum á jörð svo vel fari. (Jeremía 10:23) Eftir 6.000 ára sögu mannkyns hefur deilumálið verið útkljáð. Stjórnum manna hefur ekki tekist að útrýma styrjöldum, glæpum, óréttlæti og sjúkdómum. — Lestu Prédikarann 7:29; 8:9; Rómverjabréfið 9:17.

Hins vegar farnast þeim vel sem viðurkenna Guð sem stjórnanda sinn. (Jesaja 48:17, 18) Bráðlega bindur hann enda á allar stjórnir manna. Aðeins þeir sem velja Guð sem stjórnanda munu byggja jörðina. — Jesaja 2:3, 4; lestu Daníel 2:44.

4. Hvaða tækifæri gefst okkur vegna þolinmæði Guðs?

Satan fullyrti að Jehóva gæti ekki fengið nokkurn mann til að sýna sér hlýðni og hollustu. Þolinmæði Guðs gefur okkur tækifæri til að sýna hvort við séum hlynnt stjórn hans eða manna. Við gefum til kynna með lífsstefnu okkar hvort stjórnarfarið við veljum. — Lestu Jobsbók 1:8-11; Orðskviðina 27:11.

5. Hvernig kjósum við Guð sem stjórnanda?

Við kjósum Guð sem stjórnanda með því að tileinka okkur sanna tilbeiðslu sem er byggð á Biblíunni, orði hans. (Jóhannes 4:23) Við líkjum eftir Jesú með því að taka ekki þátt í stjórnmálum eða hernaði. — Lestu Jóhannes 17:14.

Satan notar vald sitt til að stuðla að siðleysi og skaðlegum verkum. Þegar við viljum ekki taka þátt í slíku verðum við ef til vill að athlægi sumra vina okkar og ættingja eða þeir verða okkur andsnúnir. (1. Pétursbréf 4:3, 4) Við stöndum því frammi fyrir vali. Ætlum við að tengjast fólki sem elskar Guð? Viljum við hlýða skynsamlegum og kærleiksríkum lögum hans? Ef við gerum það sýnum við fram á að Satan laug þegar hann hélt því fram að enginn myndi fara eftir því sem Guð segir. — Lestu 1. Korintubréf 6:9, 10; 15:33.

Nánari upplýsingar er að finna í 11. kafla þessarar bókar Hvað kennir Biblían? sem er gefin út af Vottum Jehóva.

[Mynd á bls. 16]

Adam valdi hið illa.

[Mynd á bls. 17]

Ákvarðanir okkar leiða í ljós hvort við viljum Guð sem stjórnanda.