Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Er allt „kristið fólk“ kristið?

Er allt „kristið fólk“ kristið?

Er allt „kristið fólk“ kristið?

HVAÐ eru til margir kristnir einstaklingar? Samkvæmt Atlas of Global Christianity voru næstum 2,3 milljarðar kristinna manna í heiminum árið 2010. En í sama riti er einnig sagt að þeir tilheyri yfir 41.000 söfnuðum, sem hver og einn hefur sínar eigin kenningar og hegðunarreglur. Það er skiljanlegt að þessi mikli fjöldi „kristinna“ trúarbragða rugli suma í ríminu eða valdi þeim jafnvel vonbrigðum. Þeir hugsa kannski með sér: „Eru allir sem segjast vera kristnir í raun og veru kristnir?“

Við skulum líta á málið frá öðrum sjónarhóli. Ferðamaður þarf yfirleitt að sýna landamæraverði fram á ríkisborgararétt sinn. Hann þarf líka að sanna að hann sé sá sem hann segist vera með því að framvísa einhvers konar skilríki, eins og vegabréfi. Á sama hátt þarf sannkristinn maður að gera meira en að lýsa því yfir að hann trúi á Krist. Hann þarf að sýna fram á það. Hvernig er það hægt?

Heitið „kristinn“ var fyrst notað einhvern tíma eftir árið 44. Biblíuritarinn Lúkas skrifaði: „Það var í Antíokkíu sem lærisveinarnir voru fyrst kallaðir kristnir vegna handleiðslu Guðs.“ (Postulasagan 11:26) Taktu eftir að þeir sem voru kallaðir kristnir voru lærisveinar Krists. Hvað gerir mann að lærisveini Krists? Í The New International Dictionary of New Testament Theology segir: „Að fylgja Jesú sem lærisveinn hans felur í sér að fórna lífi [sínu] algerlega og skilyrðislaust … allt lífið.“ Sannkristinn maður er því sá sem fylgir kennslu og leiðbeiningum Jesú, stofnanda kristninnar, algerlega og skilyrðislaust.

Er hægt að finna slíkt fólk meðal þeirra ótalmörgu sem segjast vera kristnir nú til dags? Hvað sagði Jesús sjálfur að myndi einkenna sanna fylgjendur sína? Við hvetjum þig til að skoða svar Biblíunnar við þessum spurningum. Í næstu greinum skoðum við fimm einkenni sem Jesús nefndi og geta hjálpað okkur að bera kennsl á sanna fylgjendur hans. Við skoðum hvernig þessi einkenni aðgreindu kristna menn á fyrstu öld frá öðrum. Og við skoðum hverjir af þeim fjölmörgu sem segjast vera kristnir nú á dögum passi við þessa lýsingu.