Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Bara venjuleg bók?

Bara venjuleg bók?

Bara venjuleg bók?

„Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm . . . til þess að sá sem trúir á Guð sé albúinn og hæfur ger til sérhvers góðs verks.“ – 2. TÍMÓTEUSARBRÉF 3:16, 17.

ÞAÐ eru ekki allir sammála þessari staðhæfingu um Biblíuna. Hvað um þig? Hvert er þitt álit á Biblíunni?

• Hún er mikið bókmenntaverk.

• Hún telst til þeirra helgirita sem almennt eru viðurkennd.

• Hún hefur að geyma goðsagnir með siðferðilegan boðskap.

• Hún er orð Guðs.

Þá kviknar líka önnur spurning: Skiptir einhverju máli hverju þú trúir? Hugleiddu hvernig Biblían sjálf lýsir hlutverki sínu. Hún segir: „Allt það sem áður er ritað er ritað okkur til fræðslu til þess að við héldum von okkar vegna þess þolgæðis og uppörvunar sem ritningarnar gefa.“ (Rómverjabréfið 15:4) Biblían heldur því fram að hún sé til þess fallin að fræða okkur og uppörva og gefa okkur von.

En hvað ef Biblían væri nú bara sígilt bókmenntaverk eða eitt af mörgum helgiritum? Myndirðu þá treysta að það væri þér og fjölskyldu þinni fyrir bestu að fara eftir leiðbeiningum hennar, sérstaklega ef boðskapurinn er á skjön við það sem þú hélst að væri rétt? Ef Biblían væri samansafn goðsagna myndu þá loforð hennar vera þér til uppörvunar og gefa þér von?

Milljónir manna hafa kynnt sér efni Biblíunnar og eru sannfærðar um að hún sé orð Guðs og því í algerum sérflokki. Hvernig þá? Að hvaða leyti er Biblían ólík öllum öðrum bókum? Á næstu blaðsíðum verða tekin fyrir fimm atriði sem varpa ljósi á það. Við hvetjum þig til að lesa þessar greinar.