Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Hvað heitir Guð?

Í fjölskyldu okkar heita allir eitthvað. Jafnvel gæludýr eiga sér nöfn. Er þá ekki eðlilegt að Guð heiti eitthvað? Í Biblíunni á hann sér marga titla eins og til dæmis almáttugur Guð, alvaldur Drottinn og skaparinn en hann á sér líka nafn. – Lestu 2. Mósebók 6:3, neðanmáls.

Í mörgum biblíuþýðingum kemur nafn Guðs fyrir í síðasta versi 83. sálmsins. Til dæmis er versið orðað svona í The New World Translation: „Þú sem heitir Jehóva, þú einn ert hinn hæsti yfir allri jörðinni.“

Af hverju ættum við að nota nafn Guðs?

Guð vill að við notum nafn hans. Þegar við tölum við þá sem okkur þykir vænt um, eins og til dæmis nána vini, notum við nöfn þeirra. Ættum við ekki að gera slíkt hið sama þegar við tölum við Guð? Þar að auki hvatti Jesús fólk til að nota nafn Guðs. – Lestu Matteus 6:9; Jóhannes 17:26.

Til að vera vinir Guðs þurfum við að vita meira um hann en aðeins hvað hann heitir. Til dæmis: Hvers konar persóna er Guð? Er hægt að eiga náið samband við hann? Í Biblíunni er að finna svörin við þessum spurningum.