Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI: HVAÐ GEFUR LÍFINU GILDI?

Er hægt að öðlast innihaldsríkt líf?

Er hægt að öðlast innihaldsríkt líf?

„Ævidagar okkar eru sjötíu ár, áttatíu ef heilsan leyfir, en þó er lífið eintóm mæða og sorg.“ – Sálmur 90:10, New International Version.

ÞETTA eru orð að sönnu. „Mæða og sorg“ einkenna oft lífið í þessum heimi. Kannski hefurðu jafnvel velt fyrir þér hvort það sé í raun og veru hægt að lifa innihaldsríku lífi.

Tökum Maríu sem dæmi. Hún hefur alla tíð verið atorkusöm. En nú er hún er orðin 84 ára og á mjög erfitt með að fara ferða sinna. Hugurinn er virkur en líkaminn lýtur ekki lengur vilja hennar. Getur líf hennar virkilega verið innihaldsríkt?

Hvað um þig? Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hvað gefi lífi þínu gildi? Starf þitt er kannski tilbreytingarlaust, þreytandi og leiðinlegt. Það má vera að enginn taki eftir því hvað þú leggur hart að þér. Jafnvel þótt þér gangi allt í haginn hefurðu ef til vill áhyggjur af framtíðinni. Stundum ertu kannski einmana eða niðurdreginn. Ef til vill á fjölskylda þín í stöðugum deilum eða þú gætir hafa misst ástvin. Maður að nafni André var mjög náinn föður sínum. En skyndilega veiktist faðir hans og dó stuttu síðar. Missirinn var hræðilegt áfall fyrir André og skildi eftir tómarúm sem honum finnst að aldrei verði fyllt.

Óháð því hvers konar erfiðleikum við stöndum frammi fyrir þráum við flest að fá svar við þessari spurningu: Er hægt að öðlast lífsfyllingu? Svarið má finna með því að kynna sér ævi manns sem var uppi fyrir hartnær 2000 árum. Þessi maður er Jesús Kristur. Þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem urðu á vegi hans, naut hann engu að síður lífsfyllingar. Við getum einnig lifað hamingjuríku lífi ef við líkjum eftir honum.