Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Hvílíkar myndir!“

„Hvílíkar myndir!“

Hefurðu ekki stundum sagt eitthvað þessu líkt við sjálfan þig eða aðra þegar þú flettir nýju tölublaði Varðturnsins? Blaðið skartar fallegum ljósmyndum og teikningum sem eru gerðar af mikilli vandvirkni og í ákveðnum tilgangi. Þær vekja okkur til umhugsunar um ýmsa hluti og hafa áhrif á tilfinningar okkar. Þær geta komið að góðu gagni þegar við búum okkur undir Varðturnsnámið og tökum þátt í því.

Veltu til dæmis fyrir þér hvers vegna myndin á fyrstu blaðsíðu námsgreinarinnar varð fyrir valinu. Hverju lýsir hún? Hvernig tengist hún fyrirsögn greinarinnar eða versinu sem hún er byggð á? Íhugaðu hvernig aðrar myndir í greininni tengjast efninu sem er til umræðu og þínu eigin lífi.

Myndirnar eru gerðar til að auðvelda lesendum að sjá fyrir sér atburði og aðstæður sem fjallað er um í greininni. Varðturnsnámsstjórinn ætti að gefa viðstöddum tækifæri til að tjá sig um allar myndirnar til að draga fram hvernig þær tengist námsefninu eða hvaða áhrif þær hafi á þá persónulega. Í sumum tilfellum kemur fram í myndatextanum hvaða tölugrein hún tengist. Í öðrum tilfellum er það undir stjórnandanum komið að ákveða hvenær best eigi við að ræða um hverja mynd.

Bróðir nokkur sagði eftirfarandi: „Þegar ég er búinn að lesa frábæra grein eru myndirnar eins og kremið á kökunni.“