Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | ÞURFUM VIÐ Á GUÐI AÐ HALDA?

Á spurningin rétt á sér?

Á spurningin rétt á sér?

„Milljónum manna líður vel án Guðs. Hvað um þig?“ Þessi orð var að finna á auglýsingaskilti á vegum trúleysingja. Þeim finnst þeir greinilega ekki þurfa á Guði að halda.

Margir sem segjast trúa á Guð haga hins vegar lífi sínu eins og Guð væri ekki til. Salvatore Fisichella, kaþólskur erkibiskup, sagði um sóknarbörn sín: „Þegar fólk lítur á okkur dettur varla nokkrum í hug að við séum kristin vegna þess að við höfum sama lífsstíl og trúleysingjar.“

Sumir eru of uppteknir til að leiða hugann að Guði. Þeim finnst hann of fáskiptinn eða fjarlægur til að geta haft einhver áhrif á líf þeirra. Í besta falli snúa þeir sér til Guðs þegar þeir eru í vanda staddir eða þá vantar eitthvað – rétt eins og hann væri þjónn, reiðubúinn að verða við öllum óskum þeirra.

Öðrum finnst trúarlegar kenningar koma að litlu gagni í lífinu eða kæra sig hreinlega kollótta um að fara eftir því sem kennt er í trúfélagi þeirra eða kirkju. Meirihluta kaþólskra í Þýskalandi finnst til dæmis ekkert að því að karl og kona búi saman fyrir hjónaband. Þetta viðhorf stangast þó bæði á við það sem kirkja þeirra kennir og Biblíuna. (1. Korintubréf 6:18; Hebreabréfið 13:4) Það eru þó fleiri en kaþólikkar sem lifa ekki í samræmi við kenningarnar sem boðaðar eru í kirkjunni þeirra. Prestar margra kirkjudeilda kvarta yfir því að sóknarbörn sín hegði sér eins og algjörir trúleysingjar.

Þessi dæmi vekja upp spurninguna: Þurfum við í raun á Guði að halda? Þessi umræða er alls ekki ný af nálinni. Hún skaut upp kollinum strax á upphafssíðum Biblíunnar. Til að fá svar við spurningunni skulum við kynna okkur mál sem fjallað er um í 1. Mósebók.