Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vissir þú?

Vissir þú?

Var papýrus notaður til að smíða báta á biblíutímanum?

Papýrussef.

ÞAÐ er vel þekkt að Egyptar til forna notuðu aðallega papýrus sem skrifpappír. Grikkir og Rómverjar gerðu það líka. * Færri vita að papýrus var ekki aðeins notaður við skriftir heldur líka til að smíða báta.

Tvö líkön af papýrusbátum sem fundust í grafhýsi í Egyptalandi.

Fyrir meira en 2.500 árum skrifaði Jesaja spámaður að fólk sem bjó „handan fljótanna í Kús“ hefði sent „boð yfir fljótið, sendimenn í reyrbátum yfir vötnin“. Seinna sagði Jeremía spámaður fyrir að Medar og Persar myndu gera innrás í Babýlon og brenna papýrusbáta Babýloníumanna til að koma í veg fyrir flótta. – Jes. 18:1, 2; Jer. 51:32, NW.

Biblían er innblásin af Guði þannig að það kemur biblíunemendum ekki á óvart að fornleifafundir skuli staðfesta að papýrus var notaður til að smíða báta á biblíutímanum. (2. Tím. 3:16) Fornleifafræðingar hafa fundið margvísleg ummerki um smíði papýrusbáta í Egyptalandi.

HVERNIG VORU PAPÝRUSBÁTARNIR SMÍÐAÐIR?

Málverk og lágmyndir í grafhýsum í Egyptalandi lýsa því hvernig papýrusinn var skorinn og bátar smíðaðir úr honum. Stönglarnir voru skornir og bundnir saman í búnt og nokkur búnt síðan bundin saman. Papýrusstöngullinn er þríhyrndur og þegar stönglarnir eru bundnir saman verða úr þeim þétt og sterk búnt. Samkvæmt bókinni A Companion to Ancient Egypt gátu papýrusbátar verið yfir 17 metrar á lengd og með pláss fyrir 10 eða 12 árar á hvorri hlið.

Lágmynd frá Egyptalandi sem lýsir smíði papýrusbáts.

HVERS VEGNA VAR PAPÝRUS NOTAÐUR Í BÁTASMÍÐI?

Það var auðvelt að ná í papýrus í Nílardal. Auk þess var auðvelt að smíða báta úr honum. Jafnvel eftir að timbur varð aðalefniviðurinn í stóra báta virðast veiðimenn hafa haldið áfram að nota fleka og litla báta úr papýrus.

Papýrusbátar voru í notkun í langan tíma. Gríski rithöfundurinn Plútarkos, sem var uppi á fyrstu og annarri öld, sagði að lesendur á þeim tíma þekktu vel til papýrusfleka.

^ gr. 3 Papýrussef vex í votlendi og hægrennandi ám. Plantan getur orðið 5 metra há og neðsti hluti stöngulsins 15 sentimetrar að þvermáli.