Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Comstock Images/Stockbyte via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Hvaða leiðtoga ætlar þú að kjósa? – Hvað segir Biblían?

Hvaða leiðtoga ætlar þú að kjósa? – Hvað segir Biblían?

 Á næstu vikum verða kosningar á ýmsum stöðum í heiminum. Fólk tekur mikilvægar ákvarðanir um hvaða leiðtoga það ætlar að kjósa.

 Hvað segir Biblían?

Mannlegum leiðtogum eru takmörk sett

 Biblían bendir á það sem takmarkar alla mannlega leiðtoga.

  •   „Treystið ekki valdamönnum né manni sem engum getur bjargað. Hann gefur upp andann og snýr aftur til moldarinnar, á þeim degi tekur hugsun hans enda.“ – Sálmur 146:3, 4.

 Jafnvel hæfustu leiðtogar deyja að lokum. Og þeir geta ekki tryggt að eftirmenn þeirra haldi áfram að vinna sömu góðu verk og þeir. – Prédikarinn 2:18, 19.

 Biblían segir reyndar að mönnum hafi aldrei verið ætlað að stjórna sér sjálfir.

  •   ,Maðurinn getur ekki einu sinni stýrt skrefum sínum á göngunni.‘ – Jeremía 10:23.

 Getur einhver stjórnað svo vel fari nú á dögum?

Leiðtogi sem Guð viðurkennir

 Biblían segir að Guð hafi skipað fullkomlega hæfan og áreiðanlegan leiðtoga – Jesú Krist. (Sálmur 2:6) Jesús er konungur í ríki Guðs, stjórn sem ríkir frá himni. – Matteus 6:10.

 Ætlar þú að þiggja stjórn Jesú? Biblían bendir á hversu mikilvæg ákvörðun það er:

  •   „Heiðrið soninn [Jesú Krist] svo að Guð reiðist ekki og þið farist því að reiði hans getur blossað upp skyndilega. Allir sem leita skjóls hjá honum eru hamingjusamir.“ – Sálmur 2:12.

 Núna er rétti tíminn til að taka ákvörðun. Spádómar Biblíunnar sýna að Jesús tók við stjórn 1914 og að bráðlega komi ríki Guðs í stað allra mannlegra stjórna. – Daníel 2:44.

 Lestu greinina „Veldu að styðja ríki Guðs núna“ til að fræðast meira um hvernig þú getur stutt stjórn Jesú.