VARÐTURNINN – NÁMSÚTGÁFA Maí 2018

Í þessu blaði eru námsgreinar fyrir tímabilið 9. júlí til 5. ágúst 2018.

ÆVISAGA

Fátækur í fyrstu en auðugur að lokum

Samuel Herd ólst upp við fátækt en á síðari árum hefur hann orðið andlega auðugur – margfalt auðugri en hann gat nokkurn tíma látið sig dreyma um.

Friður – hvernig er hægt að finna hann?

Við búum í heimi þar sem mikið er um ágreining og átök. Orð Guðs getur hjálpað okkur að finna frið.

Jehóva elskar þá sem „bera ávöxt með stöðuglyndi“

Við getum orðið niðurdregin þegar fáir á svæðinu sýna áhuga. En við getum samt öll borið góðan ávöxt.

Hvers vegna höldum við áfram að ,bera mikinn ávöxt‘?

Það er mikilvægt hafa skýrt í huga ástæður þess að við boðum trúna.

Þekktu óvin þinn

Okkur er ekki ókunnugt um áhrif Satans né vélráð hans.

Ungmenni – standið gegn djöflinum

Við eigum öll í baráttu við illar andaverur. Unga fólkið virðist kannski eiga litla sigurvon en það er klætt til bardaga.

Ríkuleg uppskera

Á einum stað í Úkraínu er fjórði hver íbúi vottur Jehóva.