Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Eilíft líf er ekki bara draumur

Eilíft líf er ekki bara draumur

1. kafli

Eilíft líf er ekki bara draumur

1, 2. Hvers vegna er erfitt að trúa að fólk geti lifað hamingjusamt að eilífu á jörðinni?

 HAMINGJURÍKT líf — ekki virðist unnt að njóta þess einu sinni stutta stund. Sjúkdómar, öldrun, hungur og glæpir — svo nefnd séu aðeins fáein vandamál — gera lífið oft ömurlegt. Þú kannt því að segja að það sé hið sama og að loka augunum fyrir sannleikanum að tala um eilíft líf í paradís á jörð. Vera má að þú teljir tímasóun að tala um það — að eilíft líf sé aðeins draumsýn.

2 Vafalaust eru flestir þér sammála. Hvers vegna getum við þá fullyrt að þú getir lifað að eilífu í paradís á jörð? Hvernig getum við trúað að eilíft líf sé ekki bara draumur?

HVERS VEGNA VIÐ GETUM TRÚAÐ ÞVÍ

3. Hvað sýnir að Guð vill að menn séu hamingjusamir á jörðinni?

3 Við getum trúað því vegna þess að hið æðsta máttarvald, alvaldur Guð, bjó jörðina öllu sem þarf til að fullnægja löngunum okkar. Hann gerði jörðina að fullkomnu heimili handa okkur! Og hann skapaði manninn og konuna þannig að þau gætu best notið þess að búa á þessu jarðneska heimili — að eilífu. — Sálmur 115:16.

4. Hvað hafa vísindamenn uppgötvað um mannslíkamann sem sýnir að hann var gerður til að lifa endalaust?

4 Vísindamönnum hefur lengi verið kunnugt um endurnýjunarmátt mannslíkamans. Á stórfenglegan hátt er annaðhvort skipt um líkamsfrumur eða gert við þær eftir þörfum. Og svo virðist sem þessi sjálfsendurnýjun ætti að halda áfram endalaust. En hún gerir það ekki og á því kunna vísindamenn enga skýringu. Þeir skilja enn ekki til fulls hvers vegna fólk hrörnar með aldrinum. Þeir segja að við réttar aðstæður ættu menn að geta lifað endalaust. — Sálmur 139:14.

5. Hvað segir Biblían um fyrirætlun Guðs með jörðina?

5 Er það í rauninni tilgangur Guðs að fólk lifi hamingjuríku lífi á jörðinni að eilífu? Ef sú er raunin er eilíft líf ekki aðeins óskhyggja eða draumur — heldur von sem verður að veruleika! Hvað segir Biblían um málið, bókin sem greinir frá fyrirætlunum Guðs? Hún segir að Guð sé „sá er jörðina hefir myndað og hana til búið,“ og bætir við: „Hann . . . hefir eigi skapað hana til þess, að hún væri auðn, heldur myndað hana svo, að hún væri byggileg.“ — Jesaja 45:18.

6. (a) Hvernig er ástatt á jörðinni nú? (b) Vill Guð að það sé þannig?

6 Virðist þér jörðin nú vera byggð mönnum á þann veg sem Guð ætlaðist til? Að vísu búa menn næstum því hvar sem er á jörðinni, en búa þeir saman eins og sameinuð fjölskylda, hamingjusamir eins og skaparinn ætlaðist til að þeir gerðu? Heimur nútímans er sundraður. Þar er hatur og glæpir og þar geisa stríð. Milljónir manna eru hungraðar og hrjáðar sjúkdómum, en aðrir hafa daglega áhyggjur af húsnæði, atvinnu og útgjöldum. Ekkert af þessu er Guði til vegsemdar. Jörðin er því bersýnilega ekki byggð á þann veg sem alvaldur Guð ætlaðist til í upphafi.

7. Hver var ætlun Guðs með jörðina þegar hann skapaði fyrstu mannlegu hjónin?

7 Þegar Guð hafði skapað fyrstu mannlegu hjónin setti hann þau í jarðneska paradís. Hann vildi að þau fengju að lifa á jörðinni að eilífu. Hann ætlaðist til að þau færðu út mörk þeirrar paradísar, sem þau bjuggu í, þar til hún næði um alla jörðina. Það má sjá af fyrirmælunum sem hann gaf þeim: „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna.“ (1. Mósebók 1:28) Já, sú var ætlun Guðs að með tíð og tíma yrði jörðin öll undir yfirráðum réttlátrar, mannlegrar fjölskyldu sem byggi saman í friði og hamingju.

8. Hvers vegna getum við treyst að fyrirætlun Guðs með jörðina hafi ekki breyst enda þótt fyrstu hjónin hafi óhlýðnast Guði?

8 Upphafleg fyrirætlun Guðs breyttist ekki enda þótt fyrstu mannlegu hjónin óhlýðnuðust Guði og sýndu sig með því óhæf til að lifa eilíflega. Fyrirætlun Guðs nær eigi að síður fram að ganga! (Jesaja 55:11) Biblían lofar: „Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ (Sálmur 37:29) Biblían segir oft frá þeirri ráðstöfun Guðs að gefa mönnum, sem þjóna honum, eilíft líf. — Jóhannes 3:14-16, 36; Jesaja 25:8; Opinberunarbókin 21:3, 4.

LÖNGUNIN TIL AÐ LIFA – HVAR?

9. (a) Hvaða löngun er mönnum eiginleg? (b) Hvað á Biblían við þegar hún segir að ‚Guð hafi lagt eilífðina í brjóst mannsins‘?

9 Það getur sannarlega glatt okkur að Guð ætli okkur að lifa að eilífu. Hugsaðu þér að þú ættir að ákveða dánardag þinn. Hvaða dag myndir þú velja? Getur þú valið þér einhvern dag? Þú vilt ekki deyja og það vill enginn heilvita maður sem býr við sæmilega heilsu. Guð áskapaði okkur löngun til að lifa, ekki deyja. Biblían segir um gjöf Guðs til manna: „Jafnvel eilífðina hefir hann lagt í brjóst þeirra.“ (Prédikarinn 3:11) Þetta merkir að venjulegt fólk þráir að lifa áfram án þess að deyja. Þessi löngun til að eiga endalausa framtíð fyrir sér hefur í gegnum aldirnar komið mönnum til að reyna að finna leið til að halda æskuþrótti sínum að eilífu.

10. (a) Hvar er mönnunum eðlilegt að vilja lifa? (b) Hvers vegna getum við treyst að Guð muni gera okkur mögulegt að lifa að eilífu á jörðinni?

10 Hvar vilja menn yfirleitt lifa eilíflega? Þar sem þeir eru vanir að lifa, hér á jörðinni. Maðurinn var skapaður fyrir jörðina og jörðin fyrir manninn. (1. Mósebók 2:8, 9, 15) Biblían segir: „Þú [Guð] grundvallar jörðina á undirstöðum hennar, svo að hún haggast eigi um aldur og ævi.“ (Sálmur 104:5) Með því að jörðin var gerð til að standa að eilífu ætti maðurinn líka að lifa að eilífu. Ástríkur Guð myndi ekki áskapa manninum löngun til að lifa eilíflega án þess að gera honum kleift að svala henni! — 1. Jóhannesarbréf 4:8; Sálmur 133:3.

ÞAÐ LÍF SEM ÞÚ ÞRÁIR

11. Hvað segir Biblían til að sýna að fólk getur lifað að eilífu við fullkomna heilsu?

11 Líttu á næstu blaðsíðu. Hvers konar líf er það sem þetta fólk nýtur? Vildir þú tilheyra þessum hópi? Já, auðvitað! segir þú. Sjáðu hvað það er hraustlegt og unglegt! Myndir þú trúa því ef þér væri sagt að þetta fólk hefði þegar lifað um þúsundir ára? Biblían segir okkur að hinir aldurhnignu verði aftur sem ungir menn, hinum sjúku batni og lamaðir, blindir, daufir og mállausir verði læknaðir af krankleikum sínum. Þegar Jesús Kristur var á jörðinni læknaði hann fjölda fólks með kraftaverki. Með því var hann að sýna hvernig öllum lifandi mönnum yrði veitt fullkomin heilsa á þeim dýrlegu tímum sem nú eru skammt undan. — Jobsbók 33:25; Jesaja 33:24; 35:5, 6; Matteus 15:30, 31.

12. Hverju lýsa þessar myndir?

12 Sjáðu hversu unaðslegt heimili þessi garður er! Eins og Kristur lofaði er hann paradís, lík þeirri sem fyrsti maðurinn og konan glötuðu með óhlýðni sinni. (Lúkas 23:43) Og taktu eftir þeirri samhljóðan og friði sem þar ríkir. Þarna búa saman menn af öllum kynstofnum — svartir, hvítir og gulir — eins og ein fjölskylda. Meira að segja dýrin eru friðsöm. Sérðu barnið sem leikur sér við ljónið? Þú þarft ekkert að óttast. Skaparinn segir: „Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og smásveinn gæta þeirra. . . . og ljónið mun hey eta sem naut. Brjóstmylkingurinn mun leika sér við holudyr nöðrunnar.“ — Jesaja 11:6-9.

13. Hvað mun hverfa af jörðinni þegar fyrirætlun Guðs verður að veruleika?

13 Í þeirri paradís, sem Guð áformar mönnum til handa, verður ærin ástæða til að vera hamingjusamur. Jörðin mun gefa af sér gnægð góðmetis. Enginn mun nokkru sinni svelta framar. (Sálmur 72:16; 67:7) Styrjaldir, glæpir og ofbeldi, meira að segja hatur og eigingirni munu heyra fortíðinni til. Það verður horfið að eilífu! (Sálmur 46:9, 10; 37:9-11) Trúir þú að allt þetta geti orðið að veruleika?

14. Hvað fær þig til að halda að Guð muni binda enda á þjáningar?

14 Myndir þú ekki, ef þú hefðir vald og mátt til, binda enda á allt það sem veldur mönnum þjáningum? Myndir þú ekki koma á þeim aðstæðum sem menn þrá í hjarta sér? Vitaskuld myndir þú gera það. Þetta er það sem ástríkur faðir okkar á himnum ætlar að gera. Hann mun fullnægja þörfum okkar og löngunum því að Sálmur 145:16 segir um Guð: „Þú lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun.“ En hvenær mun það gerast?

STÓRFENGLEG BLESSUN Í NÁND

15. (a) Hvað mun heimsendir þýða fyrir jörðina? (b) Hvað mun hann þýða fyrir óguðlega menn? (c) Hvað mun hann þýða fyrir þá sem gera vilja Guðs?

15 Til að þessi mikla blessun geti orðið að veruleika á jörðinni lofar Guð að uppræta bæði mannvonsku og þá sem valda henni. Samtímis mun hann vernda þá sem þjóna honum því að Biblían segir: „Heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ (1. Jóhannesarbréf 2:17) Hvílík breyting verður það! Heimsendir er þó ekki hið sama og endalok jarðarinnar, heldur hefur hann í för með sér að óguðlegir menn og lifnaðarhættir þeirra líða undir lok eins og gerðist í heimsflóðinu á dögum Nóa. Þeir sem þjóna Guði munu aftur á móti lifa af endalokin. Þá munu þeir njóta frelsis á jörð sem hefur verið hreinsuð, frelsis frá öllum sem vilja vinna þeim tjón og kúga þá. — Matteus 24:3, 37-39; Orðskviðirnir 2:21, 22.

16. Hvaða atburðir voru sagðir eiga að gerast á „síðustu dögum“?

16 Einhver kann að benda á að ástandið fari versnandi en ekki batnandi. Hvernig getum við treyst að þessi stórfenglega breyting sé í nánd? Jesús Kristur sagði fyrir um margt sem fylgjendur hans í framtíðinni ættu að gefa gætur, til að þeir myndu vita hvenær væri kominn tími Guðs til að láta heimsendi koma. Jesús sagði að síðustu dagar þessa kerfis myndu einkennast af víðtækum styrjöldum, matvælaskorti, miklum jarðskjálftum, vaxandi lögleysi og dvínandi kærleika. (Matteus 24:3-12) Hann sagði mundu verða „angist þjóða, ráðalausra.“ (Lúkas 21:25) Biblían segir enn fremur: „Á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir.“ (2. Tímóteusarbréf 3:1-5) Er þetta ekki það ástand sem við sjáum núna í kringum okkur?

17. Hvað hafa hugsandi menn sagt um ástand mála í heiminum?

17 Margir, sem fylgjast náið með heimsmálum, segja að mikil breyting sé í vændum. Svo nefnd séu dæmi sagði ritstjóri dagblaðsins Herald í Miami í Bandaríkjunum: „Sérhver maður með sæmilega rökrétta hugsun getur lagt saman umbrot síðustu ára og séð að heimurinn stendur á þröskuldi mikilla breytinga. . . . Þær munu breyta að eilífu lífsháttum manna.“ Ameríski rithöfundurinn Lewis Mumford tók í sama streng og sagði: „Menningin er á niðurleið. Mjög greinilega. . . . Þegar menningarþjóðum fór hnignandi í fortíðinni var það tiltölulega staðbundið fyrirbæri. . . . Nú er allur heimurinn nátengdari vegna samgangna og fjarskipta nútímans, og þegar menningin er á niðurleið er öll reikistjarnan á niðurleið.“

18. (a) Hvað sýnir ástand heimsmála um framtíðina? (b) Hvað mun koma í stað stjórna mannanna?

18 Ástand mála í heiminum sýnir að við lifum nú þá tíma þegar komið er að eyðingu alls heimskerfisins. Innan skamms mun Guð hreinsa af jörðinni alla þá sem eru að eyðileggja hana. (Opinberunarbókin 11:18) Hann mun afmá þjóðstjórnir nútímans til að koma á sinni eigin réttlátu stjórn um alla jörðina. Sú stjórn er í höndum ríkisins sem Kristur kenndi fylgjendum sínum að biðja um. — Daníel 2:44; Matteus 6:9, 10.

19. Hvað verðum við að gera ef við viljum lifa að eilífu?

19 Ef þú annt lífinu og vilt lifa að eilífu á jörðinni undir stjórn Guðs þarft þú að flýta þér að afla þér nákvæmrar þekkingar um Guð, fyrirætlanir hans og kröfur. Jesús Kristur sagði í bæn til Guðs: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ (Jóhannes 17:3) Hvílík gleði að vita að við getum lifað að eilífu — að það er ekki bara draumur! En til að njóta þessarar miklu blessunar frá Guði þurfum við að fræðast um óvin sem reynir að hindra okkur í að sjá hana rætast.

[Spurningar]

[Mynd á blaðsíðu 8, 9]

Ætlaðist Guð til að heimurinn yrði svona?

[Heilsíðumynd á bls. 11]