Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Það sem bókin hefur að geyma

Það sem bókin hefur að geyma

Það sem bókin hefur að geyma

Sá sem kemur í bókasafn í fyrsta sinn nær ef til vill ekki áttum í öllu bókaflóðinu. Fái hann hins vegar svolitla útskýringu á hvernig bókunum er raðað lærir hann fljótt hvar á að leita. Á sama hátt er auðveldara að rata í Biblíunni þegar menn skilja hvernig innihaldi hennar er raðað niður.

ORÐIÐ „biblía“ er komið af gríska orðinu bi·bliʹa sem þýðir „papírusbókrollur“ eða „bækur.“1 Biblían er í rauninni safn 66 bóka sem skrifaðar eru á um það bil 1600 árum, frá 1513 f.o.t. til um það bil 98 e.o.t.

Fyrstu 39 bækurnar, um þrír fjórðungar innihalds Biblíunnar, eru þekktar sem Hebresku ritningarnar af því að þær voru að mestu ritaðar á hebresku. Þessum bókum má almennt skipta í þrjá flokka: (1) sögulegar bækur, 1. Mósebók til Esterarbókar, 17 bækur; (2) ljóð, Jobsbók til Ljóðaljóðanna, 5 bækur; og (3) spádómsbækur, Jesaja til Malakí, 17 bækur. Hebresku ritningarnar fjalla um frumsögu jarðar og mannkynsins svo og um sögu Ísraelsþjóðarinnar til forna frá upphafi hennar fram til fimmtu aldar f.o.t.

Bækurnar 27, sem á eftir koma, eru þekktar sem kristnu Grísku ritningarnar af því að þær voru skrifaðar á grísku, alþjóðamáli þess tíma. Þeim er í grundvallaratriðum raðað niður eftir innihaldi: (1) sögulegu bækurnar fimm — guðspjöllin og Postulasagan, (2) bréfin, 21 að tölu, og (3) Opinberunarbókin. Kristnu Grísku ritningarnar beina athyglinni einkum að kenningum og starfi Jesú Krists og lærisveina hans á fyrstu öldinni.