Grundvöllur nýja heimsins er núna í mótun
11. hluti
Grundvöllur nýja heimsins er núna í mótun
1, 2. Hvað er að gerast beint fyrir augum okkar sem uppfyllir spádóm Biblíunnar?
ÞAÐ er einnig stórkostlegt að einmitt núna, þegar gömlum heimi Satans hrakar, er verið að móta grundvöll hins nýja heims Guðs. Fyrir augum okkar er Guð að safna saman fólki frá öllum þjóðum og mynda úr því grundvöll nýs mannfélags á jörðinni sem mun innan tíðar koma í staðinn fyrir hinn sundraða heim nútímans. Í Biblíunni, í 2. Pétursbréfi 3:13, er þetta nýja samfélag kallað ‚ný jörð.‘
2 Biblíuspádómur segir einnig: „Það skal verða á hinum síðustu dögum [tíminn sem við núna lifum], að . . . margar þjóðir munu búast til ferðar og segja: ‚Komið, förum upp á fjall [Jehóva] [sönn tilbeiðsla hans], . . . svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans stigum.‘“ — Jesaja 2:2, 3.
3. (a) Meðal hverra uppfyllist spádómur Jesaja? (b) Hvað segir síðasta bók Biblíunnar um það?
3 Þessi spádómur uppfyllist núna meðal þeirra sem gefa sig á vald ‚Guðs vegum og ganga á hans stigum.‘ Síðasta bók Biblíunnar talar um þetta friðelskandi, alþjóðlega samfélag manna sem ‚mikinn múg af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum,‘ ósvikið bræðrafélag sem nær um alla Opinberunarbókin 7:9, 14; Matteus 24:3.
jörð og þjónar Guði í einingu. Biblían segir líka: „Þetta eru þeir, sem komnir eru úr þrengingunni miklu.“ Það þýðir að þeir munu lifa af endalok þessa illa heimskerfis. —Ósvikið alþjóðlegt bræðrafélag
4, 5. Hvers vegna er alheimsbræðrafélag votta Jehóva mögulegt?
4 Milljónir votta Jehóva reyna í einlægni að lifa í samræmi við kennslu Guðs og vegu hans. Von þeirra um eilíft líf er tryggilega tengd nýjum heimi Guðs. Með því að hlýða lögum Guðs í lífi sínu frá degi til dags sýna þeir honum fúsleika sinn til að lúta stjórnskipun hans bæði núna og í nýja heiminum. Alls staðar og án tillits til þjóðernis og kynþáttar hlýða þeir sömu stöðlunum — þeim sem Guð setur fram í orði sínu. Af þeim sökum eru þeir ósvikið alþjóðlegt bræðrafélag, nýheimssamfélag sem Guð býr til. — Jesaja 54:13; Matteus 22:37, 38; Jóhannes 15:9, 14.
5 Vottar Jehóva eigna sér ekki heiðurinn af því að vera einstakt bræðrafélag sem nær um alla jörð. Þeir vita að það er afleiðingin af því að öflugur andi Guðs verkar á fólk sem lýtur lögum hans. (Postulasagan 5:29, 32; Galatabréfið 5:22, 23) Það er verk Guðs, því eins og Jesús sagði: „Það sem mönnum er um megn, það megnar Guð.“ (Lúkas 18:27) Sá Guð sem gerði mögulegan hinn varanlega alheim er því sá sem einnig mun gera varanlegt nýheimssamfélag mögulegt.
6. Hvers vegna má kalla bræðrafélag votta Jehóva nútímakraftaverk?
6 Stjórnarhætti Jehóva í nýja heiminum má þess vegna þegar sjá af þeim grundvelli sem hann er að leggja að nýja heiminum sem nú er í mótun. Og það sem hann hefur gert með votta sína er að vissu leyti nútímakraftaverk. Hvers vegna? Vegna þess að hann hefur byggt úr vottum Jehóva ósvikið alheimsbræðrafélag, slíkt sem sundrandi þjóða-, kynþátta- eða trúarbragðahagsmunir geta aldrei eyðilagt. Þó að vottarnir skipti milljónum og búi í meira en 200 löndum eru þeir bundnir saman sem einn maður með óslítandi böndum. Þetta alheimsbræðrafélag, einstakt í allri sögunni, er sannarlega nútímakraftaverk — verk Guðs. — Jesaja 43:10, 11, 21; Postulasagan 10:34, 35; Galatabréfið 3:28.
Það sem fólk Guðs þekkist á
7. Hvernig sagði Jesús að bera mætti kennsl á sanna lærisveina hans?
7 Hvað höfum við fleira til að bera kennsl á það fólk er Guð notar sem grundvöll að sínum nýja heimi? Nú, hverjir uppfylla orð Jesú í Jóhannesi 13:34, 35? Hann sagði: „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ Vottar Jehóva trúa orðum Jesú og framfylgja þeim. Eins og orð Guðs býður hafa þeir „brennandi kærleika hver til annars.“ (1. Pétursbréf 4:8) Þeir ‚íklæðast elskunni því að hún er fullkomið einingarband.‘ (Kólossubréfið 3:14) Bróðurást er þess vegna „límið“ sem heldur þeim saman um gjörvallan heim.
8. Hvernig hjálpar 1. Jóhannesarbréf 3:10-12 okkur enn frekar að koma auga á fólk Guðs?
8 Einnig segir í 1. Jóhannesarbréfi 3:10-12: „Af þessu eru augljós börn Guðs og börn djöfulsins. Sá sem iðkar ekki réttlætið og elskar ekki bróður sinn heyrir ekki Guði til. Því að þetta er sá boðskapur, sem þér hafið heyrt frá upphafi: Vér eigum að elska hver annan. Ekki vera eins og Kain, sem heyrði hinum vonda til og myrti bróður sinn.“ Fólk Guðs myndar þess vegna friðsamt bræðrafélag sem nær út um alla jörðina.
Annað sérkenni
9, 10. (a) Hvaða starfsemi myndi einkenna þjóna Guðs á hinum síðustu dögum? (b) Hvernig hafa vottar Jehóva uppfyllt Matteus 24:14?
9 Það er önnur leið til að komast að raun um hverjir séu þjónar Guðs. Í spádómi Matteusi 24:14: „Þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.“
sínum um enda þessa heims ræddi Jesús um mörg atriði sem myndu vera til marks um að það tímabil væri hinir síðustu dagar. (Sjá 9. hluta.) Eitt megineinkenni þessa spádóms kemur fram í orðum hans í10 Höfum við séð þennan spádóm rætast? Já. Frá því er hinir síðustu dagar hófust árið 1914 hafa vottar Jehóva prédikað fagnaðarboðskapinn um Guðsríki um gervallan heim á þann hátt sem Jesús bauð, það er að segja á heimilum manna. (Matteus 10:7, 12; Postulasagan 20:20) Milljónir votta heimsækja fólk hjá hverri þjóð til þess að ræða við það um nýja heiminn. Það hefur leitt til þess að þú fékkst þennan bækling þar sem prentun og dreifing rita um Guðsríki í þúsundmilljónatali er þáttur í starfi votta Jehóva. Veist þú um einhverja aðra sem prédika Guðsríki hús úr húsi um gervallan heim? Og Markús 13:10 sýnir að þetta prédikunar- og kennslustarf yrði að framkvæma „fyrst,“ áður en endirinn kæmi.
Síðara stóra deilumálinu svarað
11. Hverju öðru koma vottar Jehóva til leiðar með því að lúta stjórn Guðs?
11 Vottar Jehóva leiða einnig annað til lykta með því að lúta lögum Guðs og frumreglum. Þeir sýna að Satan laug þegar hann fullyrti að menn gætu ekki verið Guði trúfastir þegar á þá reyndi, og með því svara þeir síðara stóra deilumálinu, máli sem tengist hollustu mannsins. (Jobsbók 2:1-5) Vottarnir eru samfélag milljóna manna af öllum þjóðum og sem ein heild sýna þeir stjórn Guðs trúfesti. Þó að þeir séu ófullkomnir menn standa þeir Guðs megin í deilunni um alheimsdrottinvaldið þrátt fyrir þrýsting frá Satan og heimi hans.
12. Hverjum líkja vottarnir eftir með trú sinni?
12 Þessar milljónir votta Jehóva nú á tímum leggja fram vitnisburð sinn til viðbótar þeim sem margir aðrir vottar fyrr á tímum lögðu fram hver á fætur öðrum er þeir sýndu trúfesti sína gagnvart Guði. Þar má nefna Abel, Nóa, Job, Abraham, Söru, Ísak, Jakob, Debóru, Rut, Davíð og Daníel svo aðeins fáeinir séu nefndir. (Hebreabréfið, 11. kafli) Biblían kallar þá „fjölda votta.“ (Hebreabréfið 12:1) Þeir og aðrir, þar með taldir lærisveinar Jesú, varðveittu hollustu sína við Guð. Og Jesús sjálfur gaf besta dæmið með því að sýna ávallt fullkomna hollustu.
13. Hvaða orð Jesú um Satan hafa sannast?
13 Þetta sannar að það sem Jesús sagði um Satan við trúarleiðtogana er satt: „En nú leitist þér við að lífláta mig, mann sem hefur sagt yður sannleikann, sem ég heyrði hjá Guði. . . . Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.“ — Jóhannes 8:40, 44.
Hvað velur þú?
14. Hvað er núna að gerast í sambandi við grundvöll nýja heimsins?
14 Grundvöllur nýja heimsins, sem Guð er núna að móta í mynd hins alþjóðlega samfélags votta Jehóva, er stöðugt að styrkjast. Ár hvert skiptir það fólk hundruðum þúsunda sem notar frjálsan vilja sinn til að viðurkenna stjórn Guðs og byggir þá ákvörðun á nákvæmri þekkingu. Það verður hluti nýheimssamfélagsins, styður málstað Guðs í deilunni um alheimsdrottinvaldið og sannar Satan lygara.
15. Hvaða aðgreiningarstarf á eftir að vinna á okkar dögum?
15 Með því að velja stjórn Guðs sanna allir þessir einstaklingar sig hæfa til að vera settir til „hægri handar“ Kristi er hann skilur „sauði“ frá „höfrum.“ Í spádómi sínum um hina síðustu daga sagði Jesús: „Allar Matteus 25:31-46.
þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. Sauðunum skipar hann sér til hægri handar, en höfrunum til vinstri.“ Sauðirnir eru auðmjúkt fólk sem hefur átt félagsskap við og stutt bræður Krists og gefur sig stjórn Guðs á vald. Hafrarnir eru þrjóskir menn sem hafa hafnað bræðrum Krists og ekki gert neitt til að styðja stjórn Guðs. Og hverjar verða afleiðingarnar? Jesús sagði: „Þeir [hafrarnir] munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu [sauðirnir] til eilífs lífs.“ —16. Hvað verður þú að gera ef þú vilt fá að lifa í komandi paradís?
16 Svo sannarlega ber Guð umhyggju fyrir okkur. Mjög bráðlega mun hann koma á yndislegri paradís hér á jörðinni. Vilt þú lifa í þeirri paradís? Sé svo skaltu sýna að þú kunnir að meta þær ráðstafanir sem Jehóva hefur gert með því að fræðast um hann og breyta í samræmi við það sem þú lærir. „Leitið [Jehóva], meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur! Hinn óguðlegi láti af breytni sinni og illvirkinn af vélráðum sínum og snúi sér til [Jehóva], þá mun hann miskunna honum.“ — Jesaja 55:6, 7.
17. Hvers vegna má engan tíma missa þegar velja skal hverjum skuli þjónað?
17 Það má engan tíma missa. Endir þessa gamla kerfis er mjög nálægur. Orð Guðs ráðleggur: „Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins . . . Heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ — 1. Jóhannesarbréf 2:15-17.
18. Hvaða breytni mun gera þér kleift að hlakka í fullu trausti til þess að lifa í hinum dásamlega nýja heimi Guðs?
18 Núna er verið að þjálfa fólk Guðs til að lifa að eilífu í nýja heiminum. Það er að læra og tileinka sér þá andlegu færni og aðra kunnáttu sem þarf til að byggja upp paradís. Við hvetjum þig til að velja Guð sem stjórnanda þinn og styðja það björgunarstarf sem hann lætur vinna út um alla jörðina nú á dögum. Þú skalt nema Biblíuna með vottum Jehóva og kynnast Guði sem ber í raun umhyggju fyrir þér og mun binda enda á allar þjáningar. Á þann hátt munt þú einnig geta orðið hluti grundvallarins að hinum nýja heimi. Þá getur þú í fullu trausti hlakkað til þess að öðlast velþóknun Guðs og lifa að eilífu í þeim dásamlega nýja heimi.
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 31]
Vottar Jehóva eiga með sér ósvikið alþjóðlegt bræðrafélag.
[Mynd á blaðsíðu 32]
Grundvöllurinn að nýjum heimi Guðs er núna í mótun.