Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Jörð sem er laus við þjáningar

Jörð sem er laus við þjáningar

2. hluti

Jörð sem er laus við þjáningar

1, 2. Á hvaða öndverðri skoðun eru margir?

TIL eru milljónir manna um víða veröld sem eru hins vegar á allt annarri skoðun. Þeir sjá fyrir sér dásamlega framtíð mannkyninu til handa. Þeir segja að hér á þessari jörðu muni bráðlega verða heimur sem er algerlega laus við illsku og þjáningar. Þeir eru fullvissir um að hið illa muni fljótlega verða hreinsað burt og algerlega nýjum heimi komið á laggirnar. Þeir segja jafnvel að nú þegar sé verið að leggja grundvöll þessa nýja heims.

2 Þetta fólk trúir því að nýi heimurinn verði laus við styrjaldir, grimmd, glæpi, óréttlæti og fátækt. Hann verði heimur án sjúkdóma, sorgar, tára og jafnvel dauðans. Þegar sá tími komi muni fólk ná fullkomleika og lifa að eilífu í paradís á jörðu. Og ekki nóg með það heldur verði hinir dánu jafnvel reistir upp og veitist tækifæri til að lifa að eilífu.

3, 4. Hvers vegna er slíkt fólk svo fullvisst í sinni skoðun?

3 Er þessi framtíðarsýn aðeins draumur, tóm óskhyggja? Nei, alls ekki. Hún er grundvölluð á rökstuddri trú á að þessi væntanlega paradís sé óhjákvæmileg. (Hebreabréfið 11:1) Hvers vegna er þetta fólk svo sannfært um það? Vegna þess að almáttugur skapari alheimsins hefur heitið því.

4 Biblían segir um fyrirheit Guðs: „Ekkert hefir brugðist af öllum þeim fyrirheitum, er [Jehóva] * Guð yðar hefir gefið yður. Öll hafa þau rætst, ekkert af þeim hefir brugðist.“ „Guð er ekki maður, að hann ljúgi . . . Skyldi hann segja nokkuð og gjöra það eigi, tala nokkuð og efna það eigi?“ „[Jehóva] allsherjar hefir svarið og sagt: Sannlega, það, sem ég hefi fyrirhugað, skal verða, og það, sem ég hefi ályktað, skal framgang fá.“ — Jósúabók 23:14; 4. Mósebók 23:19; Jesaja 14:24.

5. Hvaða spurningum þarf að svara?

5 En ef ætlun Guðs var að koma á fót paradís á jörðu sem væri laus við þjáningar, hvers vegna leyfði hann þá nokkru sinni að illir atburðir gerðust? Hvers vegna hefur hann beðið fram á okkar daga, í sex þúsund ár, með að lagfæra það sem rangt er? Gætu þjáningarnar um allar þessar aldir gefið til kynna að Guð beri í raun ekki umhyggju fyrir okkur eða jafnvel að hann sé ekki til?

[Neðanmáls]

^ gr. 4 Nafn Guðs er stafsett „Jahve“ í sumum þýðingum Biblíunnar en „Jehóva“ í öðrum. Hér eftir verður það í þessum bæklingi sett innan hornklofa inn í texta íslensku biblíunnar þar sem það á að standa samkvæmt frummálunum.

[Spurningar]