Til foreldra
Hvað er það besta sem þú getur gefið börnunum þínum? Þau þarfnast auðvitað margs, meðal annars ástar þinnar, leiðsagnar og verndar. En það verðmætasta sem þú getur gefið þeim er þekking á Jehóva og sannleikanum sem er að finna í orði hans, Biblíunni. (Jóhannes 17:3) Sú þekking getur hjálpað börnunum að elska Jehóva og þjóna honum af öllu hjarta, jafnvel frá unga aldri. – Matteus 21:16.
Stuttar kennslustundir og verkefni hafa reynst mörgum foreldrum vel til að kenna yngstu börnunum. Það er okkur því mikið ánægjuefni að veita foreldrum hjálp til þess með útgáfu bæklingsins, Biblíustundin mín. Hann er hannaður með það fyrir augum að kenna börnunum á einfaldan hátt. Myndunum og textanum er ætlað að höfða sérstaklega til barna þriggja ára og yngri. Tillögur að verkefnum fylgja með. Bæklingurinn Biblíustundin mín er ekki ætlaður sem leikfang, öllu heldur sem kennslugagn fyrir foreldra til að lesa fyrir börnin sín og hvetja til samskipta.
Við erum sannfærðir um að þessi bæklingur muni gagnast vel til að kenna börnunum sannleika Biblíunnar allt „frá blautu barnsbeini“. – 2. Tímóteusarbréf 3:14, 15.
Bræður ykkar,
stjórnandi ráð Votta Jehóva