„Byggingareiningar alheimsins“
Viðauki
„Byggingareiningar alheimsins“
Þannig lýsir nýleg vísindaalfræðibók frumefnunum. Undraverða fjölbreytni er að finna hjá frumefnum jarðarinnar; sum þeirra eru sjaldgjæf, af öðrum er kappnóg. Frumefni eins og gull dregur gjarnan að sér athygli mannsaugans. Önnur frumefni geta verið lofttegundir sem við sjáum jafnvel ekki, eins og köfnunarefni og súrefni. Sérhvert frumefni er myndað úr vissum tegundum frumeinda. Uppbygging frumefnanna og innbyrðis tengsl þeirra ber vott um hagkvæmni og yfirþyrmandi skipulagningu sem gerir okkur kleift að skipa þeim stað í kerfisbundinni töflu.
Fyrir um það bil 300 árum þekktu menn aðeins 12 frumefni — antimon, arsen, bismút, kolefni, kopar, gull, járn, blý, kvikasilfur, silfur, brennistein og tin. Þegar fleiri frumefni fóru að finnast tóku vísindamenn eftir að raða mátti þeim niður eftir ákveðnu mynstri. En þar sem skörð voru í röðinni settu vísindamenn eins og Mendeleyev, Ramsay, Moseley og Bohr fram þá kenningu að til væru óþekkt frumefni og sögðu hvaða eiginleika þau ættu að hafa. Þessi frumefni fundust seinna alveg eins og spáð hafði verið. Hvers vegna gátu þessir vísindamenn sagt fyrir að til væru frumefni sem menn þekktu ekki á þeim tíma?
Frumefnunum má nefnilega raða upp á ákveðinn hátt sem byggður er á frumeindabyggingu þeirra. Það er staðfest lögmál. Í kennslubókum er frumefnunum þess vegna raðað upp í töflu, lotukerfið svonefnda, með línum og dálkum — vetni, helíum og svo framvegis.
Í McGraw-Hill Encyclopedia of Science & Technology segir: „Þess eru fá dæmi í vísindasögunni að mönnum hafi tekist að setja upp kerfi sem skákar lotukerfinu í því að sýna á víðtækan hátt regluna í hinum efnislega heimi. . . . Víst er að finnist einhver ný frumefni í framtíðinni munu þau eiga sér sitt sæti í lotukerfinu, falla inn í röðina þar og sýna þá eiginleika sem einkenna önnur efni í sömu fjölskyldu.“
Þegar frumefnunum er raðað í línur og dálka í lotukerfinu kemur í ljós merkilegur skyldleiki efna í sama dálki. Til dæmis er í síðasta dálkinum að finna efnin helíum (nr. 2), neon (nr. 10), argon (nr. 18), krypton (nr. 36), xenon (nr. 54) og radon (nr. 86). Þetta eru lofttegundir sem glóa skært þegar rafstraumur fer í gegnum þær og eru notaðar í sumum tegundum ljósapera. Auk þess ganga þær ógjarnan í efnasamband við önnur frumefni, öfugt við það sem ýmsar aðrar lofttegundir gera.
Já, í alheiminum — allt niður í frumeindirnar — birtist undravert samræmi og regla. Hvað hefur orðið til þess að setja slíka reglu, samræmi og fjölbreytni í byggingareiningar alheimsins?
[Tafla á bls. 27]
Lotukerfið
(Sjá uppsettan texta í ritinu)
Endurspeglar reglan og samræmið í frumefnunum í lotukerfinu aðeins tilviljun eða snjalla hönnun?
MÁLMAR
MÁLMLEYSINGJAR
EÐALGÖS
HLIÐARMÁLMAR
Lanþaníð
Aktíníð
I
II
III
IV
V
VI
VII
VIII
Nafn frumefnis Efnatákn Sætistala
vetni H 1
helíum He 2
liþíum Li 3
beryllíum Be 4
bór B 5
kolefni C 6
köfnunarefni N 7
súrefni O 8
flúor F 9
neon Ne 10
natríum Na 11
magníum Mg 12
ál Al 13
kísill Si 14
fosfór P 15
brennisteinn S 16
klór Cl 17
argon Ar 18
kalíum K 19
kalsíum Ca 20
skandíum Sc 21
títan Ti 22
vanadíum V 23
króm Cr 24
mangan Mn 25
járn Fe 26
kóbalt Co 27
nikkel Ni 28
kopar Cu 29
sink Zn 30
gallíum Ga 31
german Ge 32
arsen As 33
selen Se 34
bróm Br 35
krypton Kr 36
rúbidíum Rb 37
strontíum Sr 38
yttríum Y 39
sirkon Zr 40
níóbíum Nb 41
mólýbden Mo 42
teknetíum Tc 43
rúþen Ru 44
ródíum Rh 45
palladíum Pd 46
silfur Ag 47
kadmíum Cd 48
indíum In 49
tin Sn 50
antímon Sb 51
tellúr Te 52
joð I 53
xenon Xe 54
sesíum Cs 55
baríum Ba 56
lanþan La 57
seríum Ce 58
praseodým Pr 59
neódým Nd 60
prómeþíum Pm 61
samaríum Sm 62
evrópíum Eu 63
gadólín Gd 64
terbíum Tb 65
dysprósíum Dy 66
hólmíum Ho 67
erbíum Er 68
túlíum Tm 69
ytterbíum Yb 70
lútetíum Lu 71
hafníum Hf 72
tantal Ta 73
volfram W 74
reníum Re 75
osmíum Os 76
iridíum Ir 77
platína Pt 78
gull Au 79
kvikasilfur Hg 80
þallíum Tl 81
blý Pb 82
bismút Bi 83
pólon Po 84
astat At 85
radon Rn 86
fransíum Fr 87
radíum Ra 88
aktín Ac 89
þóríum Th 90
prótaktín Pa 91
úran U 92
neptún Np 93
plútón Pu 94
amerikíum Am 95
kúríum Cm 96
berkel Bk 97
kaliforníum Cf 98
einsteiníum Es 99
fermíum Fm 100
mendelevíum Md 101
nobelíum No 102
lárensíum Lr 103
104
105
106
107
108
109