Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Á hvaða leið ertu í lífinu?

Á hvaða leið ertu í lífinu?

Á hvaða leið ertu í lífinu?

• Margir eru svo uppteknir af daglegu amstri að þeir hugsa lítið um hvert þeir stefna í lífinu.

• Biblían vekur athygli okkar á stórkost- legum atburðum sem fram undan eru. Hún varar jafnframt við að stofnunum manna verði umbylt. Við þurfum að taka einbeitta stefnu svo að þessi vitneskja komi okkur að gagni.

• Sumir láta áhyggjur lífsins sveigja sig af leið þó að þeir viti hvað Biblían segir og reyni að fylgja því.

• Ertu ánægður með hvert þú stefnir í lífinu? Hugleiðir þú hvaða áhrif ákvarðanir þínar geta haft á langtímamarkmið þín?

[Rammi/mynd á bls. 9]

Hvað skiptir þig mestu máli?

Hvernig forgangsraðar þú eftirfarandi? Númeraðu það eftir mikilvægi.

Margt af þessu á fyllilega heima í lífinu en hvað myndirðu setja í fyrsta sæti ef þú þyrftir að velja? Hvað væri í öðru sæti, þriðja og svo framvegis?

․․․ Afþreying/skemmtun

․․․ Atvinna og starfsferill

․․․ Heilsan

․․․ Eigin vellíðan

․․․ Makinn

․․․ Foreldrarnir

․․․ Börnin

․․․ Fallegt heimili og fín föt

․․․ Að vera bestur í öllu

․․․ Að tilbiðja Guð

[Rammi á bls. 10, 11]

Ertu á þeirri leið sem þú helst vildir?

ÍHUGAÐU EFTIRFARANDI SPURNINGAR

AFÞREYING/SKEMMTUN: Er það endurnærandi sem ég geri til afþreyingar? Er það áhættusamt þannig að ég stofna heilsunni í voða eða gæti örkumlast? Er þetta stutt „gaman“ sem getur valdið mér langvinnum sársauka? Eða eyði ég svo miklum tíma í skemmtun, sem er að öðru leyti heilnæm, að ég hef ekki tíma til að sinna því sem skiptir meira máli?

ATVINNA OG STARFSFERILL: Vinn ég fyrst og fremst til að sjá mér farborða eða er ég þræll vinnunnar? Krefst hún svo mikils af mér að það geti skaðað heilsuna? Vil ég heldur vinna yfirvinnu en vera með maka mínum eða börnum? Geri ég allt sem vinnuveitandinn krefst af ótta við að missa annars vinnuna, jafnvel þó að það angri samvisku mína eða hamli mér oft að sinna andlegu málunum?

HEILSAN: Er ég kærulaus um heilsufar mitt eða gæti ég þess að fara vel með mig? Er heilsan helsta umræðuefni mitt? Hugsa ég vel um heilsuna sökum umhyggju fyrir fjölskyldunni?

EIGIN VELLÍÐAN: Hugsa ég fyrst og fremst um eigin vellíðan? Tek ég hana fram yfir vellíðan makans eða barnanna? Samrýmist það sem ég geri í því sambandi tilbeiðslunni á hinum sanna Guði?

MAKINN: Lít ég á maka minn sem félaga og förunaut bara þegar mér hentar? Sýni ég maka mínum virðingu og sæmd? Hefur trúin á Guð áhrif á afstöðu mína?

FORELDRARNIR: Ef þú ert undir lögaldri skaltu hugleiða eftirfarandi: Er ég foreldrum mínum hlýðinn? Svara ég þeim með virðingu, vinn þau húsverk sem mér eru ætluð, kem heim á tilsettum tíma og forðast félagsskap eða viðfangsefni sem þau vara við? Ef þú ert fullorðinn skaltu hugleiða þetta: Hlusta ég með virðingu á foreldra mína og hjálpa þeim eftir þörfum? Sinni ég þeim aðeins þegar mér hentar eða geri ég það í samræmi við leiðbeiningar Biblíunnar?

BÖRNIN: Lít ég á það sem mitt hlutverk að kenna börnunum rétt siðferðisgildi eða ætlast ég til að skólinn geri það? Ver ég tíma með börnunum eða ætlast ég til að leikföng, sjónvarp eða tölva haldi þeim uppteknum? Aga ég börnin staðfastlega þegar þau virða ekki áminningar Guðs eða aga ég þau helst þegar þau gera eitthvað sem fer í taugarnar á mér?

FALLEGT HEIMILI OG FÍN FÖT: Hvað ræður því hve mikið ég hugsa um útlitið og eigur mínar? Er það hrifning nágrannanna? Velferð fjölskyldunnar? Það að ég er þjónn Guðs?

AÐ VERA BESTUR Í ÖLLU: Finnst mér mikilvægt að skila af mér góðu verki? Keppist ég við að vera bestur? Gremst mér ef einhver gerir eitthvað betur en ég?

AÐ TILBIÐJA GUÐ: Legg ég meira upp úr því að hafa velþóknun Guðs en velþóknun makans, barnanna, foreldranna eða vinnuveitandans? Væri ég reiðubúinn að láta þjónustuna við Guð vera í öðru sæti til að viðhalda ákveðnum lífsgæðum?

HUGLEIDDU VANDLEGA HVAÐ BIBLÍAN RÁÐLEGGUR

Hvaða sess skipar Guð í lífi þínu?

Prédikarinn 12:13: „Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gjöra.“

SPYRÐU ÞIG: Ber líf mitt vitni um að ég hugsi þannig? Sinni ég skyldum mínum heima fyrir, í vinnunni eða í skólanum þannig að það sé í samræmi við boðorð Guðs? Eða er það á hinn veginn að daglegt amstur og álag ræður því hvort ég gef mér tíma til að þjóna Guði?

Hvers konar samband áttu við Guð?

Orðskviðirnir 3:5, 6: „Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.“

Matteus 4:10: „Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.“

SPYRÐU ÞIG: Hugsa ég þannig til Guðs? Bera daglegar athafnir mínar, svo og viðbrögð við vandamálum, vitni um slíkt traust og hollustu?

Hve mikið leggurðu upp úr því að lesa og rannsaka Biblíuna?

Jóhannes 17:3: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“

SPYRÐU ÞIG: Sýni ég að ég trúi þessu með því að vera duglegur að lesa í orði Guðs og hugleiða það?

Hve mikið leggurðu upp úr því að sækja safnaðarsamkomur?

Hebreabréfið 10:24, 25: „Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka. Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar . . . og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.“

Sálmur 122:1: „Ég varð glaður, er menn sögðu við mig: ,Göngum í hús Drottins.‘“

SPYRÐU ÞIG: Sýna lífsvenjur mínar að ég virði og viðurkenni þessar leiðbeiningar Biblíunnar? Hef ég sleppt einhverri samkomu síðastliðinn mánuð af því að ég lét eitthvað annað ganga fyrir?

Ertu duglegur að segja öðrum frá Guði og fyrirætlun hans?

Matteus 24:14: „Þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina . . . til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.“

Matteus 28:19, 20: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum . . . og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður.“

Sálmur 96:2: „Syngið Drottni, lofið nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.“

SPYRÐU ÞIG: Er ég eins duglegur að segja öðrum frá fagnaðarerindinu og ég ætti að vera? Ber þátttaka mín vitni um að ég sé sannfærður um að við lifum á alvarlegum tímum?