Hvert stefnir heimurinn?
Hvert stefnir heimurinn?
Alvarleg vandamál og átakanlegir atburðir eru orðnir daglegt brauð alls staðar í heiminum. Hvað er að gerast?
ÖRYGGI ALMENNRA BORGARA: Sprengjur springa á útimörkuðum. Kennarar og nemendur skotnir í skólum. Ungbörnum rænt meðan foreldrar líta undan. Konur og gamalmenni rænd um hábjartan dag.
AF VETTVANGI TRÚMÁLA: Kirkjufélög styðja stríðandi aðila. Prestar sakaðir um aðild að þjóðarmorði. Prestar beita börn kynferðisofbeldi og kirkjan hylmir yfir. Minnkandi kirkjusókn og kirkjur seldar.
UMHVERFISMÁL: Skógar ruddir í gróðaskyni. Fátækir eyða skógum til eldiviðar. Jarðvatn mengað og óhæft til drykkjar. Iðnaðarúrgangur og nýjar veiðiaðferðir eyðileggja fiskimið. Kæfandi loftmengun.
ATVINNUMÁL: Árstekjur í löndunum sunnan Sahara sagðar um 33.000 krónur. Fyrirtæki gjaldþrota vegna græðgi stjórnenda og þúsundir missa vinnu. Ævisparnaður tapast vegna fjársvika.
MATVÆLASKORTUR: Um 800.000.000 manna búa við daglegt hungur.
STRÍÐ: Meira en 100.000.000 manna týndu lífi á 20. öld af völdum styrjalda. Næg kjarnavopn til að eyða mannkyninu mörgum sinnum. Borgarastríð. Hryðjuverk teygja sig um allan hnöttinn.
FARSÓTTIR OG AÐRIR SJÚKDÓMAR: Spánska veikin, sem braust út árið 1918, lagði 21.000.000 manna að velli. Alnæmi orðið „útbreiddasta farsótt sögunnar“. Hjartasjúkdómar og krabbamein herja á allan heiminn.
Einblínum ekki á einstakar fréttir. Eru þetta einangraðir atburðir eða eru þeir þættir í þýðingarmikilli heildarmynd?
[Rammi/mynd á bls. 5]
Er Guði annt um okkur?
Þegar hörmungar dynja yfir eða fólk verður fyrir átakan- legum missi er mörgum spurn hvers vegna Guð skerist ekki í leikinn og komi í veg fyrir það.
Guði er annt um okkur. Hann leiðbeinir okkur til góðs og léttir okkur byrðar. (Matteus 11:28-30; 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17) Hann hefur gert ráðstafanir til að útrýma ofbeldi, sjúkdómum og dauða fyrir fullt og allt. Það ber vitni um að honum er annt um fólk af öllum þjóðum, ættkvíslum og tungum, ekki aðeins um eina þjóð. — Postulasagan 10:34, 35.
Er okkur annt um Guð? Veistu hver er skapari himins og jarðar? Hvað heitir hann? Hvað ætlast hann fyrir? Svörin er að finna í Biblíunni. Þar segir Guð frá því sem hann er að gera til að binda enda á ofbeldi, sjúkdóma og dauða. Hvað þurfum við að gera til að njóta góðs af því? Við þurfum að kynnast honum og kynna okkur fyrirætlun hans. Varla getum við notið góðs af því sem hann gerir fyrir okkur nema við trúum á hann. (Jóhannes 3:16; Hebreabréfið 11:6) Við þurfum líka að gera það sem hann ætlast til af okkur. (1. Jóhannesarbréf 5:3) Er þér nógu annt um hann til þess?
Við þurfum að glöggva okkur á mikilvægu deilumáli til að skilja hvers vegna Guð leyfir ástandið eins og það er núna. Biblían varpar ljósi á þetta deilumál. Þú getur lesið um það á blaðsíðu 15 í þessu riti.