Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Nýr heimur eftir fyrirheiti Guðs

Nýr heimur eftir fyrirheiti Guðs

Nýr heimur eftir fyrirheiti Guðs

BIBLÍAN, ritað orð Guðs, vekur með okkur von þegar hún segir: „Eftir fyrirheiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr.“ — 2. Pétursbréf 3:13.

Hvað er ,nýi himinninn‘? Biblían setur himin í samband við stjórn. (Postulasagan 7:49) ,Nýi himinninn‘ er ný stjórn yfir jörðinni. Hún er ný vegna þess að hún kemur í stað þess stjórnkerfis sem nú er, og hún er einnig nýtt skref í þá átt að fyrirætlun Guðs nái fram að ganga. Hún er ríkið sem Jesús kenndi okkur að biðja um. (Matteus 6:10) Hún er kölluð „himnaríki“ vegna þess að Guð er höfundur hennar og býr á himnum. — Matteus 7:21.

Hvað er ,nýja jörðin‘? Hér er ekki átt við nýja reikistjörnu því að Biblían gefur skýrt til kynna að jörðin verði byggð að eilífu. ,Nýja jörðin‘ er nýtt samfélag manna. Það er nýtt vegna þess að óguðlegir menn hafa verið afmáðir. (Orðskviðirnir 2:21, 22) Allir sem þá lifa munu heiðra skaparann, hlýða honum og lifa í samræmi við kröfur hans. (Sálmur 22:28) Fólki af öllum þjóðum er boðið að kynna sér þær og laga sig að þeim núna. Ertu að því?

Allir munu virða stjórn Guðs í nýja heiminum. Elskar þú Guð og hlýðir honum? (1. Jóhannesarbréf 5:3) Er það augljóst á heimili þínu, á vinnustað eða í skólanum? Sést það á því hvernig þú notar líf þitt?

Í nýja heiminum verður allt mannfélagið sameinað í tilbeiðslu á hinum sanna Guði. Tilbiður þú skapara himins og jarðar? Ertu sameinaður trúsystkinum þínum af öllum þjóðum, öllum kynþáttum og öllum tungum? — Sálmur 86:9, 10; Jesaja 2:2-4; Sefanía 3:9.

[Rammi á bls. 17]

Sá Guð sem lofar þessu

Það er skapari hins sýnilega himins og reikistjörnunnar Jarðar sem hefur lofað öllu þessu. Jesús kallaði hann „hinn eina sanna Guð“. — Jóhannes 17:3.

Þorri manna tilbiður guði sem þeir hafa sjálfir búið til. Milljónum saman krýpur fólk fyrir lífvana líkneskjum. Sumir hampa stofnunum manna, aðhyllast efnishyggju eða þjóna löngunum sínum. Og margir sem segjast leggja Biblíuna til grundvallar tilbeiðslu sinni heiðra alls ekki nafn hans sem Biblían kallar ,hinn sanna Guð‘. — 5. Mósebók 7:9.

Skaparinn segir um sjálfan sig: „Eg er Jahve; það er nafn mitt.“ (Jesaja 42:5, 8, Biblían 1908) Nafnið Jahve eða Jehóva stendur um 7000 sinnum í frumtexta Biblíunnar. Jesús Kristur kenndi fylgjendum sínum að biðja: „Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn.“ — Matteus 6:9.

Hvers konar persóna er hinn sanni Guð? Hann lýsir sjálfum sér þannig að hannsé „miskunnsamur og líknsamur Guð, þolin- móður, gæskuríkur og harla trúfastur“ en hegni þeim sem brjóta boðorð hans að ásettu ráði. (2. Mósebók 34:6, 7) Sagan af samskiptum hans við mannkynið staðfestir að þessi lýsing er sönn.

Okkur ber að helga og virða bæði nafnið og persónuna sem nafnið stendur fyrir. Sem skapari og alheimsdrottinn á hann rétt á því að við hlýðum honum og tilbiðjum hann einan. Gerir þú það?

[Rammi/mynd á bls. 18]

Hvaða breytingar hafa „nýr himinn og ný jörð“ í för með sér?

Jörðin breytist í paradís. Lúkas 23:43

Alþjóðlegt samfélag fólks af öllum þjóðum, kynþáttum og tungum sameinað í kærleika. Jóhannes 13:35; Opinberunarbókin 7:9, 10

Friður og öryggi um allan heim. Sálmur 37:10, 11; Míka 4:3, 4

Ánægjuleg vinna og nægur matur. Jesaja 25:6; 65:17, 21-23

Sjúkdómum, sorg og dauða útrýmt. Jesaja 25:8; Opinberunarbókin 21:1, 4

Heimurinn sameinaður í tilbeiðslu á hinum sanna Guði. Opinberunarbókin 15:3, 4

[Rammi/mynd á bls. 19]

Verður þú þar?

Guð lýgur ekki. — Títusarbréfið 1:2.

Jehóva lýsir yfir: „Mitt orð . . . hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma.“ — Jesaja 55:11.

Jehóva er nú þegar að skapa ,nýjan himin og nýja jörð‘. Himneska stjórnin er tekin til starfa og grundvöllur nýju jarðarinnar hefur verið lagður.

Eftir að hafa sagt frá sumu af því sem nýi himinninn og nýja jörðin færa mannkyninu hefur Opinberunarbókin eftir alheimsdrottni, Guði sjálfum: „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja.“ Síðan segir hann: „Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu.“ — Opinberunarbókin 21:1, 5.

En spurningin er sú hvort við breytum því sem breyta þarf til að teljast þess verð að tilheyra ,nýju jörðinni‘ undir stjórn ,nýja himinsins‘.