Einstök framtíð!
Einstök framtíð!
„Hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ — JÓHANNES 11:26.
1. Í hvers konar umhverfi verða milljónir manna, sem núna eru dánir, reistar upp?
ÞEGAR menn verða í upprisunni reistir upp í milljónatali til lífs á ný býður þeirra ekki auð jörð. (Postulasagan 24:15) Þeir vakna upp í dásamlega endurbættu umhverfi og komast að raun um að húsnæði, klæði og gnægð matar er til reiðu handa þeim. Hverjir munu annast allt þetta undirbúningsstarf? Augljóst er að einhverjir munu þegar búa í nýja heiminum áður en jarðneska upprisan hefst. En hverjir eru þeir?
2-4. Hvaða einstakar framtíðarhorfur geta þeir átt sem uppi eru á hinum „síðustu dögum“?
2 Uppfylling biblíuspádóma sýnir að við lifum á hinum „síðustu dögum“ núverandi heimskerfis. * (2. Tímóteusarbréf 3:1) Áður en langt um líður grípur Jehóva Guð inn í málefni mannanna og hreinsar jörðina af allri illsku. (Sálmur 37:10, 11; Orðskviðirnir 2:21, 22) Hvað verður um þá sem á þeim tíma þjóna Guði trúfastlega?
3 Jehóva ætlar ekki að eyða hinum grandvöru með hinum illu. (Sálmur 145:20) Slíkt hefur hann aldrei gert og mun ekki gera þegar hann hreinsar jörðina af allri illsku. (Samanber 1. Mósebók 18:22, 23, 26.) Síðasta bók Biblíunnar talar meira að segja um ‚mikinn múg, sem enginn gat tölu á komið, af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum‘ og segir hann koma úr „þrengingunni miklu.“ (Opinberunarbókin 7:9-14) Já, mikill fjöldi lifir af þá miklu þrengingu sem bindur enda á hinn núverandi illa heim, og sá mikli fjöldi fólks gengur inn í nýjan heim Guðs. Þar getur hlýðið fólk fengið að njóta til fulls þeirrar dásamlegu ráðstöfunar Guðs að leysa mannkynið úr viðjum syndar og dauða. (Opinberunarbókin 22:1, 2) ‚Múgurinn mikli‘ þarf þess vegna aldrei að smakka dauðann. Það eru sannarlega einstakar framtíðarhorfur!
4 Getum við treyst því að þessi undraverða von verði að veruleika? Algerlega! Jesús Kristur gaf sjálfur til kynna að þeir tímar kæmu að fólk fengi að lifa án þess að þurfa nokkurn tíma að deyja. Rétt áður en Jesús reisti vin sinn Lasarus upp frá dauðum sagði hann við Mörtu: „Hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ — Jóhannes 11:26.
Þú getur líka lifað að eilífu
5, 6. Hvað ættir þú að gera ef þig langar til að lifa að eilífu í paradís á jörð?
5 Langar þig til að lifa að eilífu í paradís hér á jörð? Þráir þú að sjá látna ástvini þína aftur? Þá verður þú að afla þér nákvæmrar þekkingar á vilja Guðs og tilgangi hans. Jesús sagði í bæn til Guðs: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ — Jóhannes 17:3.
6 Það er vilji Guðs að „allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.“ (1. Tímóteusarbréf 2:3, 4) Núna er tíminn til að læra hvernig þú, ásamt milljónum annarra sem þegar eru að gera vilja Guðs, getið lifað að eilífu í paradís á jörð. Vottum Jehóva er það ánægja að hjálpa þér að læra meira um Guð og kröfur hans. Hvernig væri að hitta þá í þeim ríkissal (samkomusal) þeirra sem styst er að fara í eða senda þeim bréf? Póstföng er að finna á næstu blaðsíðu.
[Neðanmáls]
^ gr. 2 Sjá Þekking sem leiðir til eilífs lífs, blaðsíðu 98-107, gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 31]
„Mikill múgur“ þarf aldrei að smakka dauðann.