Er sálin ódauðleg?
Er sálin ódauðleg?
▸ Flest trúarbrögð kenna að eitthvað hið innra með manninum — sál, andi, vofa — sé ódauðlegt og haldi áfram að lifa eftir líkamsdauðann. Er það rétt?
▸ Hvernig varð kenningin um ódauðleika sálarinnar til?
▸ Hvernig varð þessi kenning að þungamiðju flestra trúarbragða nútímans?
▸ Hvað er sálin í raun og veru?
▸ Hvers vegna deyjum við?
▸ Hvað verður um sálina við dauðann?
▸ Hvaða von er um hina látnu — og hvaða von hafa þeir sem eru á lífi?
▸ Skiptir það virkilega einhverju máli hverju menn trúa um sálina?
Hin sönnu og fullnægjandi svör við þessum spurningum er að finna í elstu bók sem til er. Þér býðst að kanna þau með hjálp þessa bæklings.